Útgefið efni

Fréttir

Á 37. Sambandsþingi í Stykkishólmi tók ný stjórn við stjórnartaumum STF, þessi stjórn situr til maí 2018.

Stjórnina skipa. Skúli Sigurðsson forseti, Skúli Björnsson varaforseti, Viðar Þór Ástvaldsson gjaldkeri, Ægir Björvinsson ritari, aðrir í stjórn eru Unnur María Rafnsdóttir, Kjartan Salómonsson, Rögnvaldur Snorrason, Einar Már Jóhannesson, Kristján Sveinsson, Sveinn Guðjónsson, Gunnar Geir Gústafsson, Sigurður H. Harðarson IMG 0728og Kári Kárason

Orlofsmynd 2017Orlofsuppbót

Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017.

Samkvæmt samningi við SA                                               46.500. kr.  

Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg                          46.500 kr.

Samkvæmt samningi við sveitarfélögin                               46.500 kr.

Samkvæmt samningi við Ríkið                                            46.500. kr.

Orkuveita Reykjavíkur                                                         46.500. kr.

Faxaflóahafnir                                                                     46.500. kr.  

 

Fyrsti aðalfundur í ný sameinuðu aðildarfélagi sem er Stjórnendafélag Vesturlands var haldinn í Stykkishólmi 24. mars 2017. Mæting var góð frá báðum aðildarfélögum sem voru Félag stjórnenda við Breiðafjörð og Vf. Borgarnes. Unnur María Rafnsdóttir  var endurkjörinn formaður og Einar Óskarsson varaformaður, aðrir í stjórn voru endurkjörnir. Stjórnendafélag Vesturlands heldur utan um Sambandsþingið í Stykkishólmi en þingið verður haldið 19.-21. maí 2017.

Núna  er búið að halda aðalfundi í flestum aðilafélögum þar ríkir mikill samhugur um að auka hróður aðildarfélaganna úti á meðal stjórnenda sem við teljum eiga heima í okkar stjórnendafélagi, það er gríðarlega stór hópur kvenna sem eru stjórnendur, við þurfum að ná eyrum þessa öfluga stjórnendahóps með ráðum og dáðum. Það verður vinna okkar allra sem tengjumst stjórnendafélögunum um landið þvert og endir langt.IMG 0552

Fyrirtækjaheimsóknir.

Nokkur fyrirtæki voru heimsótt á Norð Austurlandi dagana 24 og 25 ágúst s.l. Frá VSSÍ fóru Skúli Sigurðsson forseti og kynningarfulltrúi og Jóhann Baldursson framkvæmdastjóri.
Heimsótt voru fyrirtækin. Norðurþing, GPG fiskverkun og Viðbót kjötvinnsla á Húsavík. Kópasker þar heimsóttum við Fjallalamb. Þórshöfn þar heimsóttum við Ísfélagið. Við fengum mjög góðar viðtökur hjá öllum þeim sem við hittum. Heimsóknir að þessum toga eru nauðsýnlegar því þá fáum við tækifæri til að hitta lykilstarfsmenn fyrirtækja, upplýsum þá um möguleika að sækja um t.d. styrki í Menntuarsjóð VSSÍ og SA. Kynnum þeim starfsemi VSSÍ, aðildarfélögin, öflugasta sjúrkasjóð landsins, hundrað prósent fjarnám, fræðslustjóra að láni, eiginfræðslu fyrirtækja og margt fl.