Útgefið efni

Fréttir

100% net – og fjarnám:

Nýr rekstrar aðili hefur tekið að sér rekstur 100% net- og fjarnáms sem Starfsmenntasjóður SA og STF (áður VSSÍ). Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur séð um rekstur fjarnámsins undan farin ár en hefur beðist undan því að reka fjarnámið áfram.

Starfsmenntasjóður SA og STF þakkar Nýsköpunarmiðstöð og starfsfólki sem að náminu kom innilega fyrir góða viðkynningu og óskar þeir alls hins besta í framtíðinni.

Þann 1. júní s.l. var undirritaður samstarfs samningur á milli  Háskólans á Akureyri (HA), Starfsmenntasjóður, Samtök atvinnulífsins (SA) og Samband stjórnendafélaga (STF)  um rekstur á Stjórnendafræðslunámi (100% net- og fjarnám). Námið er á 3. og 4. hæfniþrepi íslenska hæfnirammans um menntun og námslok. Þetta kemur fram á vef HA. http://www.unak.is/

Markmið stjórnendafræðslunámsins eru eftirfarandi:

Efla stjórnunarþekkingu, leikni og hæfni verk- og millistjórnenda í því skyni m.a. að auka framleiðni fyrirtækja, bæta starfsumhverfi, auka starfsánægju starfsmanna ásamt því að skýra boðleiðir og ábyrgð innan fyrirtækja.

Með 100% net- og fjarnámi eru skapaðar aðstæður til að  hvetja til frekari þekkingaröflunar allra stjórnenda hjá öllum fyrirtækjum.

Að efla skilning á mikilvægi starfa verk- og millistjórnenda.

Til þess þess að geta boðið öllum starfandi og verðandi verk- og millistjórnendum á Íslandi möguleika á að stunda námið óháð búsetu og annarri vinnu hefur Starfsmenntasjóður SA og STF skipulagt 100% net- og fjarnám.

Háskólinn á Akureyri kemur að fjarnáminu sem rekstraraðili vegna mikillar þekkingar og reynslu sem til er orðin í sveigjanlegu námi við háskólann. Námið mun vera hýst hjá Símenntun HA og hefur verið ráðinn rekstrarstjóri að fjarnáminu sem heitir Stefán Guðnason, en Stefán verður tengiliður við bæði kennara og nemendur. http://www.simenntunha.is/  

Skúli Sigurðsson, forseti og kynningarfulltrúi STF.samningur i ha

Á 37. Sambandsþingi í Stykkishólmi tók ný stjórn við stjórnartaumum STF, þessi stjórn situr til maí 2018.

Stjórnina skipa. Skúli Sigurðsson forseti, Skúli Björnsson varaforseti, Viðar Þór Ástvaldsson gjaldkeri, Ægir Björvinsson ritari, aðrir í stjórn eru Unnur María Rafnsdóttir, Kjartan Salómonsson, Rögnvaldur Snorrason, Einar Már Jóhannesson, Kristján Sveinsson, Sveinn Guðjónsson, Gunnar Geir Gústafsson, Sigurður H. Harðarson IMG 0728og Kári Kárason

Orlofsmynd 2017Orlofsuppbót

Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017.

Samkvæmt samningi við SA                                               46.500. kr.  

Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg                          46.500 kr.

Samkvæmt samningi við sveitarfélögin                               46.500 kr.

Samkvæmt samningi við Ríkið                                            46.500. kr.

Orkuveita Reykjavíkur                                                         46.500. kr.

Faxaflóahafnir                                                                     46.500. kr.  

 

Fyrsti aðalfundur í ný sameinuðu aðildarfélagi sem er Stjórnendafélag Vesturlands var haldinn í Stykkishólmi 24. mars 2017. Mæting var góð frá báðum aðildarfélögum sem voru Félag stjórnenda við Breiðafjörð og Vf. Borgarnes. Unnur María Rafnsdóttir  var endurkjörinn formaður og Einar Óskarsson varaformaður, aðrir í stjórn voru endurkjörnir. Stjórnendafélag Vesturlands heldur utan um Sambandsþingið í Stykkishólmi en þingið verður haldið 19.-21. maí 2017.

Núna  er búið að halda aðalfundi í flestum aðilafélögum þar ríkir mikill samhugur um að auka hróður aðildarfélaganna úti á meðal stjórnenda sem við teljum eiga heima í okkar stjórnendafélagi, það er gríðarlega stór hópur kvenna sem eru stjórnendur, við þurfum að ná eyrum þessa öfluga stjórnendahóps með ráðum og dáðum. Það verður vinna okkar allra sem tengjumst stjórnendafélögunum um landið þvert og endir langt.IMG 0552