Útgefið efni

Fréttir

Fulltrúar VSSÍ hafa mætt á 4 aðalfundi hjá eftirtöldum aðildarfélögum:

Verkstjóra- og stjórnendafélagi Suðunesja 8. mars, Brú félag stjórnenda Reykjavík 14. mars, Félag stjórnenda við Breiðafjörð 30. mars og Berg félag stjórnenda á Akureyri 31. mars.

Mæting á þessa aðalfundi hefur verið þokkaleg. Auk venjubundinna aðalfundadagskrár þá hafa umræður um það hvað félögin geta gert fyrir sína félagsmenn verið nokkuð áberandi. Fjárhagsstaða þessara félaga er mjög sterk.

Forseti og framkvæmdastjóri VSSÍ hafa farið yfir ýmis mál og má nefna nokkur dæmi. Hundrað prósent fjarnám, orlofsvefinn sem hefur sannað gildi sitt, samræming félagsgjalda, samræming á nöfnum aðildarfélaga, logo og nafnabreyting á VSSÍ, kjarasamningar, sjúkrasjóður og fjölgun félaga á síðasta ári sem var um 200 nýir félagsmenn nettó.

Næstu aðalfundi er finna á heimsíðu VSSÍ undir liðnum ,,Viðburðir framundan´´

Að gefnu tilefni viljum við minna félagsmenn aðildarfélaga Verkstjórasambands Íslands á afsláttarkjörin. Um tvenns konar afsláttarkerfi er að ræða annars vegar VSSÍ afsláttinn og hins vegar Frímanns afsláttinn. 

Verkstjórasamband Íslands er aðili að Frímanns afslætti sem býður félagsmönnum upp á afsláttar- og fríðindakjör. Markmiðið er að geta boðið fleiri og betri afslætti í krafti fjöldans og að fyrirtæki sjái hag sinn í því að bjóða stækkandi hópi félagsmanna og fjölskyldum þeirra upp á afslátt af vörum og þjónustu. Alls eru 24 félagasamtök aðilar af afsláttarkerfinu.

Auk afsláttarkjara Frímanns býður VSSÍ félagsmönnum upp á afslætti frá hinum ýmsum fyrirtækjum um land allt. Athugið að nauðsynlegt er að sýna félagsskírteini VSSÍ til að fá afsláttinn.

Smelltu hér til að fara á afsláttarsíðu VSSÍ

 

                                       logo frimann                  logo

Skipulag náms og dagskrá

Lotur skiptast í mismarga áfanga. Hver áfangi tekur eina viku og er gert ráð fyrir að nemendur verji 7- 10 klukkustundum í nám og verkefnavinnu. Stígandi í námi gerir ráð fyrir að nemendur taki lotur í „réttri röð“ þ.e. byrji á lotu 1 og endi á lotu 5. Frá þessu geta verið undantekningar. Lota 1 var kennd á vorönn 2015 og er nú í endurskoðun. Hún verður aftur í boð á vorönn 2016 (dagsetningar tilkynntar síðar). Lota 2 hófst 17. september 2015 og lýkur 24. apríl 2016 (sjá stundatafla fyrir lotu 2). Lota 3 hefst á haustönn 2016. Lotur 4 og 5 verða kenndar á vorönn 2017.

Námið skiptist í fimm mislangar lotur:


Lota 1: Ég verkstjórinn/millistjórnandinn 
Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; hvers vegna er „ég“ hér, hversu hæfan tel „ég mig“ vera og hvað þarf „ég“ til að auka hæfni mína? Hver er afstaða „mín“ til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna? Lotan skiptist í níu áfanga.

Lota 2: Ég og samstarfsfólkið
 Lotan er þrískipt:
1) Formleg staða verkstjóra / millistjórnanda - Lota 2.1: Í ljósi laga, reglugerða og kjarasamninga (4 áfangar).
2) Mannauðsstjórnun - Lota 2.2: Fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar, bæði í skipulagseiningu (deild, sviði, útibúi) og skipulagsheild (fyrirtæki, stofnun). Lotan skiptist í 11 áfanga.
3) Heilsufar og atferli starfsmanna - Lota 2.3: Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við - ásamt lausnum. Lotan skiptist í 10 áfanga.

Lota 3: Fyrirtækið – Skipulag 
Hér er fjallað um innra skipulag fyrirtækja og sem verkstjóri/millistjórnandi þarf að hafa þekkingu á og hæfni til að höndla, s.s stjórnkerfisskipulag og ákvarðandatöku á þeim vettvangi, formlegt starfsmannahald, gæðakerfi, öryggismál á vinnustað og viðhald tækja, einkum með tilliti til öryggis og framleiðni. Lotan er 15 áfangar.

Lota 4: Fyrirtækið – rekstur
 Verkstjórar / millistjórnendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem þeir þurfa að hafa á reiðum höndum. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum rekstrarupplýsingum. Lotan er sex áfangar.

Lota 5: Fyrirtækið – umhverfið 
Hér er sjónum beint að fyrirtækinu í nær- og fjærumhverfi sínu, eigendum, viðskiptavinum, keppinautum, birgjum, stofnunum og stjórnvöldum. Fjallað um þessa þætti í ljósi stefnu skipulagseiningar, t.d. umhverfis- og samfélagsstefnu. Lotan er sjö áfangar.
Allar lotur og áfanga er hægt að sjá með því að fara inná Nýsköpunarmiðstöðina, http://nmi.is/

Þessir aðilar standa að gerð þessa námsefnis:
vssilogosalogonmilogo

Fimmtudaginn 1. október 2015 fóru Skúli Sigurðsson, kynningarfulltrúi og Kristján Örn Jónsson, framkvæmdastjóri til Akureyrar. Þar tók á móti okkur Garðar Jóhannsson frá Berg félagi stjórnenda sem var með okkur allan daginn. Við fórum í heimsókn til 5 fyrirtækja Samherja, Slippinn, Norðlenska matborðið, Ferro Zink og B. Jensen Lóni.

Í þessum heimsóknum kynntum við t.d. okkar frábæra 100% fjarnám, starfsmenntasjóðinn og umsóknarmöguleika aðildarfélaganna 13 sem eru í Verkstjórasambandi Íslands.

Það var vel tekið á móti okkur og nutum við mikillar gestrisni. Við þökkum fyrir þann tíma sem þessi fyrirtæki og starfsmenn þeirra gáfu sér til að taka á móti okkur. Stefnt er að annarri heimsókn norður og er þá hugmyndin að renna á Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn.

Skúli Sigurðsson
Forseti / Kynningarfulltrúi