Útgefið efni

Fréttir

IMG 4261Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar er fjarnám fyrir stjórnendur og millistjórnendur í íslensku atvinnulífi. Námsefnið hefur verið unnið og þróað síðustu ár út frá þörfum og óskum vinnumarkaðarins.

Lota 1 Nemandi lítur í eigin barm og fer yfir hvað hann geti sjálfur gert til að vera betri stjórnandi / millistjórnandi. Nemendur öðlast m.a. þekkingu og leikni í hinum ýmsu stjórnunarstílum, viðhorfum til breytinga, hvernig vinna eigi undir álagi og breytingastjórnun.
Lota 2.1 Mannauðsstjórnun Fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar, bæði í skipulagseiningu (deild, sviði, útibúi) og skipulagsheild (fyrirtæki, stofnun). Nemendur fá þekkingu og leikni m.a. í þarfagreiningum, frammistöðustjórnun, verkefnastjórnun og stjórnun á fjölmenningarvinnustað.

 er samstarfsverkefni Símenntunar Háskólans á Akureyri og starfsmenntasjóðs Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins.
Námið er vinsæll kostur fyrir þá sem kjósa hagnýtt stjórnunarnám með miklum sveigjaleika.
Námið er 100% fjarnám sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Viðfangsefni áfanganna tengjast því sem þú, nemandinn, ert að gera dagsdaglega inn á þínum vinnustað.
Nemendur okkar koma úr öllum áttum og viljum við hafa sem fjölbreyttastan nemendahóp með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Námið fer alfarið fram á netinu, nemendur hittast þó einu sinni í viku í gegnum samskiptaforritið Zoom. Á þeim fundum er mikið lagt upp úr því að nemendur læri af hvor öðrum enda gríðarlega mikil þekking og kunnátta í nemendunum sjálfum. Engin krafa er gerð um fyrri menntun eða stjórnunarreynslu. Aðalmálið er að nemandinn sjálfur vilji verða betri stjórnandi og/eða millistjórnandi. Okkar framtíðarsýn er sú að allir okkar stjórnendur fari í gegnum þetta nám, vinnumarkaðinum til góða.
Skráning og nánari upplýsingar á stjornendanam.is


Lota 2.2 Heilsufar og atferli starfsmanna Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við, ásamt lausnum. Nemendur öðlast þekkingu og leikni m.a. í að takast á við erfið starfsmannamál er varða fíkn og neyslu, einelti og ofbeldi svo dæmi séu tekin. Að auki fá nemendur þekkingu og leikni til að mæta sorg og sorgarviðbrögðum starfsfólks, hvernig leysa eigi úr ágreiningi og vinna að heilsueflingu starfsmanna.
Lota 3 Fyrirtækið – Skipulag Nemendur öðlast þekkingu og leikni í innra skipulagi fyrirtækja sem stjórnandi/millistjórnandi þarf að hafa þekkingu á til að takast á við hverju sinni, s.s stjórnkerfisskipulag og ákvarðanatöku á þeim vettvangi, formlegt starfsmannahald, ferlakerfi, gæðakerfi, öryggismál á vinnustað og viðhald tækja, einkum með tilliti til öryggis og framleiðni.
Lota 4 Fyrirtækið – Rekstur Nemendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem stjórnendur og millistjórnendur þurfa að standa klárir á. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum rekstrarupplýsingum.
Lota 5 Fyrirtækið – Umhverfið Sjónum beint að fyrirtækinu í nær- og fjærumhverfi sínu, eigendum, viðskiptavinum, keppinautum, birgjum, stofnunum og stjórnvöldum. Fjallað er um þessa þætti í ljósi stefnu skipulagseiningar, t.d. umhverfis- og samfélagsstefnu.
Umsagnir nemenda
Viðfangsefni Stjórnendanáms
Sigurður Jörgen Óskarsson, Vinnslustjóri Samherja á Dalvík Ég hef starfað við stjórnun í 30 ár og fannst þetta frábært tækifæri til að fylla í eyðurnar og sjá hvað ég hef verið að gera rétt og hvað mætti betur fara. Að auki hef ég öðlast heilmikla nýja þekkingu. Námið er í 100% fjarnámi og hefur því ekki truflað starf mitt heldur bætt það ef eitthvað er. Uppsetningin á náminu er til fyrirmyndar og þegar ég, 60 ára, með lesblindu og skrifblindu sem hef ekki verið í námi í 30 ár hef jafn mikið gagn og gaman af þessu eins og raun ber vitni þá ættu flestir að hafa það líka. Ég mæli hiklaust með þessu námi.
Bríet Arnardóttir, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði Fjarnámið er hrein snilld og sveigjanleikinn í þessu tiltekna námi er til fyrirmyndar fyrir fólk sem er í krefjandi stöðu yfirmanna.  Mér finnst ég vera mjög heppin að hafa fengið tækifæri til að eflast og bæta mig í starfi.  Það sem við höfum lært í Stjórnendanáminu hjálpar mér á hverjum degi, í samskiptum við mína undirmenn, ákvarðanatöku og í skipulagi verkefna. Ég á auðveldara með að hefja máls á því sem þarf að ræða og gert mig meðvitaðri um hvernig maður stýrir slíku samtali. Ég leita meira eftir styrkleikum starfsmanna og legg mig betur fram við að hlusta á þeirra sjónarmið. Námið hefur hjálpað mér að verða traustari og ákveðnari stjórnandi sem auðveldar mér að tækla þau mál sem þarf að leysa.
Jónína H. Jónsdóttir, þjónustufulltrúi Stjórnendanámið hefur eflt mig í samskiptum og ákvarðanatöku við mína félagsmenn. Fjarnámið hentar mér mjög vel og er frábært fyrir landsbyggðarfólk.  Það að vera með vikulega fundi á netinu gerir þetta skemmtilegt og það styrkir mann að heyra sjónarmið annarra.  Aðgengi að námsefni er gott og til fyrirmyndar hvernig innri vefur námsins var kynntur í upphafi. Styrkleikar þessa náms tel ég vera hæfni kennara og leiðbeinenda.  Það var aðeins efi í mínum huga þar sem ég er ekki með mannaforráð en námið hefur styrkt mig mikið og ég hvet fólk eindregið til að skrá sig í Stjórnendanámið.
Arnar Ingi Lúðvíksson, Verkstjóri hjá Nóa Siríus. Þær lotur sem eru búnar hafa klárlega hjálpað mér í starfi, þar sem það er farið yfir flestar þær aðstæður  sem koma og geta komið upp á vinnustað. Þetta nám er í 100% fjarnámi og finnst mér það mjög gott. Zoom fundirnir eru fróðlegir þar sem allir hittast þar og fara yfir og miðla sinni reynslu. Zoom fundirnir eru teknir upp, fyrirlestrar og glærur, þannig að þú getur hagað þínum tíma að vild. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla með mannaforráð og einnig fyrir þá sem stefna að því.
 
Námið er styrkhæft hjá fræðslusjóðum. Upplýsingar um mögulega styrki má finna inn á stf.is/menntun og attin.is

31
janúar

Mínar síður
Aðgangur að Mínum síðum er kominn inná heimasíðu Samband stjórnendafélaga, allir félagsmenn STF eru hvattir til að kynna sér þennan nýja möguleika. Inná mínum síðum getur þú fengið allar upplýsingar er varðar þig og þinna möguleika. Á Mínum síðum getur þú sótt um styrki úr sjúkrasjóði og menntunarsjóði. Þegar þú sækir um skannar þú inn reikninga eða þær upplýsingar sem þurfa að fylgja með. Hvet ykkur til að fara inná Mínar síður og kynna ykkur þá möguleika sem síðan býður uppá. Þið farið inná heimasíðu STF http://stf.is/, og finnið linkinn Mínar síður.

Stjornendanam icon

Samstarfsverkefni Símenntun Háskólans á Akureyri og menntunarsjóðs SA og STF

Stjórnendanám. Lota 2. hefst 19. nóvember n.k. Þessi lota hentar mjög vel öllum stjórnendum.

 

Ekki gleyma að skrá ykkur.

 

Menntasjóður SA og STF greiðri 80% af kr. 150.000.- en það kostnaður við lotu 2.1. sem er 10 vikna nám.

 

Kennarar eru meðal þeirra bestu, kynnið ykkur námið á http//www.simenntun.is; 
Í lotu 2.1 er aðal áherslan á mannauðsstjórnun og 2.2  er aðal áherslan á heilsufar og atferli starfsmanna. 
Fáðu frekari upplýsingar um lotuna og hvernig þú skráir þig á: http://www.simenntunha.is/stjornendanam/skipulag-nams/lota-2

 

Stjornendanam iconÍ vetur mun Símenntunarmiðstöð Háskólans á Akureyri sjá um stjórnendanám Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins. Námið var áður hjá Nýsköpunarmiðstöð en Símenntun Háskólans á Akureyri tók við rekstri námsins þann 1. júní síðastliðinn.

Markmið Stjórnendanámsins er að miðla þekkingu til stjórnenda og millistjórnenda þannig að hún skili sér markvisst út í atvinnulífið og gagnist starfsmönnum og fyrirtækjum.
Námið er 100% fjarnám og hægt að stunda það óháð tíma og stað.

Að auki höfum við yfir að ráða allskonar tæknilegum lausnum til að gera námið aðgengilegt fyrir alla. Engar forkröfur um fyrra nám eru gerðar í þessu námi.

Næsta námskeið

Lota 1 hefst 3. september og fer skráning fram á vef Stjórnendanámsins sem þið getið komist á með því að smella hér en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um námið.

Verð og styrkir      

Hver lota kostar 150.000 kr. og hægt er að fá allt að 80% styrk frá Starfsmenntasjóði STF og SA  fyrir þá sem eru aðilar að sjóðnum, einstaklingar eða fyrirtæki.  Önnur félög greiða í samræmi við réttindi sinna félagsmanna.  

Eins höfum við líka verið að bjóða fyrirtækjum að kaupa lotur fyrir sína starfsmenn. Þá annað hvort koma fyrirtækin inn í almennar lotur með ákveðinn fjölda starfsmanna eða ef fjöldinn er slíkur, kennum við lotuna sérstaklega fyrir viðkomandi fyrirtæki, á tíma sem hentar fyrirtækinu.

Námið er samstarfsverkefni Samband Íslenskra Stjórnendafélaga, Samtaka atvinnulífsins og Símenntunar Háskólans á Akureyri en markmiðið er að auka faglega og hagnýta þekkingu stjórnenda og millistjórnenda sem gagnast beint í starfi.

Ef þið hafið áhuga á að fá frekari upplýsingar um námið, ekki hika við að hafa samband. Eins get ég mætt á staðinn og kynnt námið fyrir ykkar starfsfólki ef það hentar betur.

 Læt fylgja með smá bækling um námið þar sem hægt er að sjá allar helstu upplýsingar.

 Að lokum þá hægt er að fylgjast með okkur á Facebook inn á https://www.facebook.com/Stjornendanam/ en þar koma inn hagnýtar upplýsingar sem tengjast náminu.

Hlakka til að heyra frá þér.                                                           Með bestu kveðju / With kind regards

Stefán Guðnason