SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Ekki gleyma kjarakönnuninni

launakannanir

Þeir sem ekki hafa tekið þátt í könnun STF um kjör, laun og líðan félagsfólks í stéttarfélögum innan STF eru eindregið hvött til þess að gera það fyrir miðnætti fimmtudaginn 15. desember. Þátttaka í könnuninni er þokkaleg en betur má ef duga skal.

Könnunin tekur nokkrar mínútur og er þeim mínútum vel varið þar sem niðurstöður verða nýttar til þess að búa til grunn að Launareiknivél STF en með henni getur félagsfólk fengið betri upplýsingar um hver launakjör þeirra ættu að vera. Til þess að fá sem bestar upplýsingar er mikilvægt að félagsfólk taki þátt og svari skilmerkilega hver laun þeirra voru í október.

Niðurstöður annarra þátta verða nýttar í komandi kjarasamningum og til þess að bæta þjónustu við félagsmenn.

Könnunin er framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósent sem hefur séð um kannanir fyrir okkur áður.

Þeir sem svara könnuninni gætu átt möguleika á 30.000 kr. gjafabréfi en einn þátttakandi verður dregin út þegar könnuninni er lokið.