SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Af hverju STF?

Hér eru nokkrar góðar og gildar ástæður fyrir því afhverju þú ættir að sækja um aðild hjá okkur.

stf staff1
STF

Af hverju að velja okkur?

NPS
0
Aðildarfélög
0
Orlofshús
0
ára reynsla
0

Launavernd

Launavernd

Félagsmenn okkar fá launavernd þegar þeir byrja að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsmaður fyrir vinnutapi tengdu sjúkdóma eða slyss á hann rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).

Menntastyrkir

Menntastyrkir

Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.

Heilsutengdir styrkir

Heilsutengdir styrkir

Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og tómstundastyrkir*, kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á „mínar síður.“

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á og rekur sjúkraíbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsmönnum sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð. T.a.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðun og fleira. Sjá nánar inn á „mínar síður“.

Átt þú heima í stjórnendafélagi?

Hlutverk STF

Samband stjórnendafélaga eru félaga- og hagsmunasamtök verkstjóra og milli stjórnenda sem fer með samningsrétt verkstjóra- og stjórnendafélaganna. Í starfsemi Sambandsins er fólgin þjónusta fyrir öll 10 aðildarfélögin. Árið 1974 var sjúkrasjóður verkstjóra stofnaður og í dag er hann þriðji öflugasti sjúkrasjóður landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verk- og millistjórnenda í veikinda og slysatilfellum og býður sjóðurinn félagsmönnum í mörgum tilfellum meiri réttindi en sambærilegir sjóðir annarra félaga.

dsc3506
dsc1070 min

Þjónusta

Þjónusta Sambands stjórnendafélaga felst meðal annars í því að sambandið heldur utan um allar þær greiðslur sem koma frá atvinnurekendum. Skrifstofan heldur utan um allar skilagreinar, kjarasamninga, tekur á móti umsóknum í sjúkrasjóð og endurmenntunarsjóð ásamt því að afgreiða þær samkvæmt reglugerðum Sambandsins.

Styrkir

Menntunarsjóður Samband stjórnendafélaga og SA veitir styrki til náms- og starfs endurmenntunar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja verk- og millistjórnendur innan STF til endurmenntunar og gera þau hæfari til stjórnarstarfa. Styrkir eru veittir til náms á framhalds- og háskólastigi ásamt því að hver félagsmaður hefur rétt á tómstundastyrk einu sinni á 12 mánaða tímabili. Sambandið leggur áherslu á að stjórnunarmenntun, ásamt því að styrkja fræðslustjóra að láni og innri fræðslu. 

dji 0552 min
a125888 min

Orlofshús

Aðildarfélög STF eiga 25 orlofshús víðsvegar um landið. Þau eru í útleigu allan ársins hring ,

Húsin henta vel til að slappa af eða til að fara í skíðaferð yfir veturinn og eru af öllum stærðum og gerðum.

Hægt er skoða og bóka orlofshús fyrir félagsmenn hér á orofsvefnum. Einnig er hægt að sjá staðsetningu húsa undir flipanum, Um okkur/Orlofshús.

7

Ég er í stjórnendafélaginu því það er traust félag með góða styrki og mjög öflugan sjúkrasjóð.