Útskrift úr stjórnendanámi Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins fór fram 10. júní. Alls útskrifuðust 24 úr náminu sem er 30 ECTS eininga nám sem unnið er í samvinnu við Símenntun Háskólans á Akureyri. Útskriftin fór fram í Hlíðarsmára 8 og tóku glaðir og stoltir stjórnendur við útskriftarskírteinum.