Kjara, launa og þjónustukönnun STF
- nóvember 14, 2022

STF stendur fyrir könnun um kjör, laun og líðan félagsfólks í stéttarfélögum innan STF. Könnunin tekur til þeirra sem voru við störf í október árið 2022 . Mikilvægt er að félagsfólk taki þátt og svari skilmerkilega hver laun þeirra voru í október. Niðurstöður úr launakönnun verður nýtt til þess að búa til grunn að Launareiknivél STF.
Niðurstöður annarra þátta verða nýttar í komandi kjarasamningum og til þess að bæta þjónustu við félagsmenn.
Áætlað er að könnunin standi í tvær vikur og er hún framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósent sem hefur séð um kannanir fyrir okkur áður.
Þeir sem svara könnuninni gætu átt möguleika á 30.000 kr. gjafabréfi en einn þátttakandi verður dregin út þegar könnuninni er lokið.
Mikilvægt er að félagsfólk taki þátt og svari skilmerkilega um laun sín þannig að hægt verði að nýta gögnin í grunn að Launareiknivél STF. Með henni getur félagsfólk fengið betri upplýsingar um hver launakjör þeirra ættu að vera.
Netfang
Opnunartími
Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 08:00 og 16:00, nema á föstudögum þá lokar klukkan 15:00.
Copyright Ⓒ STF. All rights reserved.