SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Ný launatafla hjá sveitarfélögunum

handshake

Á fundi samstarfsnefndar STF og Sambands íslenskra sveitarfélaga 9. febrúar var samþykkt ný launatafla sem hækkar um 35.000 kr. og verður launatafla 6.

Með launatöflu 6 sem gildir frá 1. janúar 2023 til 30. september 2023 hefur hagvaxtarauka í lífskjarasamningi skv. viðauka 3 með gildandi kjarasamningi aðila, sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt og að fullu efndur. Jafnframt eru samningsaðilar sammála um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekara endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningi 2019 – 2022.

Aðilar voru sammála um að tekið verði tillit til þeirra hækkana sem launatafla 6 inniheldur þegar gengið verður til nýrra kjarasamninga er gilda frá 1. október 2023.

Athugið að launatafla 6 er afturvirk frá 1. janúar 2023