SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Samningar við ríkið í atkvæðagreiðslu

handshake

Í gær var undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum á milli Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Sambands stjórnendafélaga – STF f.h. aðildarfélaga sinna hins vegar.

Samkomulagið er sambærilegt og aðrir ríkisstarfsmenn hafa samþykkt. Kynning á samkomulaginu verður send til þeirra sem á kjörskrá eru og hefst atkvæðagreiðsla um samninginn, kl. 12:00 í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram í gegnum “mínar síður“ á heimasíðu STF. Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 10:00 þriðjudaginn 23. maí.