Útgefið efni

Fréttir

16
ágúst

Hagnýtt stjórnunarnám fyrir stjórnendur og millistjórnendur að hefjast 3. september n.k.

Stjornendanam iconÍ vetur mun Símenntunarmiðstöð Háskólans á Akureyri sjá um stjórnendanám Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins. Námið var áður hjá Nýsköpunarmiðstöð en Símenntun Háskólans á Akureyri tók við rekstri námsins þann 1. júní síðastliðinn.

Markmið Stjórnendanámsins er að miðla þekkingu til stjórnenda og millistjórnenda þannig að hún skili sér markvisst út í atvinnulífið og gagnist starfsmönnum og fyrirtækjum.
Námið er 100% fjarnám og hægt að stunda það óháð tíma og stað.

Að auki höfum við yfir að ráða allskonar tæknilegum lausnum til að gera námið aðgengilegt fyrir alla. Engar forkröfur um fyrra nám eru gerðar í þessu námi.

Næsta námskeið

Lota 1 hefst 3. september og fer skráning fram á vef Stjórnendanámsins sem þið getið komist á með því að smella hér en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um námið.

Verð og styrkir      

Hver lota kostar 150.000 kr. og hægt er að fá allt að 80% styrk frá Starfsmenntasjóði STF og SA  fyrir þá sem eru aðilar að sjóðnum, einstaklingar eða fyrirtæki.  Önnur félög greiða í samræmi við réttindi sinna félagsmanna.  

Eins höfum við líka verið að bjóða fyrirtækjum að kaupa lotur fyrir sína starfsmenn. Þá annað hvort koma fyrirtækin inn í almennar lotur með ákveðinn fjölda starfsmanna eða ef fjöldinn er slíkur, kennum við lotuna sérstaklega fyrir viðkomandi fyrirtæki, á tíma sem hentar fyrirtækinu.

Námið er samstarfsverkefni Samband Íslenskra Stjórnendafélaga, Samtaka atvinnulífsins og Símenntunar Háskólans á Akureyri en markmiðið er að auka faglega og hagnýta þekkingu stjórnenda og millistjórnenda sem gagnast beint í starfi.

Ef þið hafið áhuga á að fá frekari upplýsingar um námið, ekki hika við að hafa samband. Eins get ég mætt á staðinn og kynnt námið fyrir ykkar starfsfólki ef það hentar betur.

 Læt fylgja með smá bækling um námið þar sem hægt er að sjá allar helstu upplýsingar.

 Að lokum þá hægt er að fylgjast með okkur á Facebook inn á https://www.facebook.com/Stjornendanam/ en þar koma inn hagnýtar upplýsingar sem tengjast náminu.

Hlakka til að heyra frá þér.                                                           Með bestu kveðju / With kind regards

Stefán Guðnason

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.