SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Veiðikort og ferðaávísanir í byrjun árs

veidikortid

Frá 15. janúar 2023 býðst öllu félagsfólki aðildarfélaga STF að kaupa veiðikortið og ferðaávísanir sem gilda á valda gististaði og í ferðir á niðurgreiddu verði.

Veiðikortin

Félagsfólki býðst að kaupa eitt veiðikort á niðurgreiddu verði kr. 4500 (fullt verð 8900)

 Eingöngu verður hægt að kaupa kortið í gegnum mínar síður á heimasíðu STF. Kortin er hægt að fá afhent:

  • Rafrænt í síma
  • Sent í pósti ( getur tekið viku til tíu daga)
  •  Sótt á þjónustuskrifstofur stéttarfélaganna eftir að gengið hefur verið frá greiðslu í gegnum mínar síður.

Ferðaávísun

Félagsfólki gefst kostur á að kaupa ferðaávísun til þess að lækka verð á valinni gistingu. Á mínum síðum er hægt að sjá hvernig ferðaávísun er notuð og framboð gistingar.

Allir félagsmenn innan aðildarfélaga STF fá niðurgreiðslu vegna kaupa á hótelgistingu með ferðaávísun allt að 20% af  hverri pöntun. Heildarendurgreiðsla á hvern félagsmann verður að hámarki samtals  kr. 20.000 á hverju almanaksári. Tekinn verður 1 punktur fyrir hverja 1000  kr. niðurgreiðslu.

Ferðaávísun er hægt að nýta hjá Útivist, Ferðafélagi Íslands og Fjallaferðum. Auk niðurgreiðslu fær félagsfólk afslátt af ferðum þessara fyrirtækja. Á vef ferðaávísunar undir valmynd í vinstra horni eru allar upplýsingar um ferðir sem nú þegar standa til boða árið 2023

Félagsfólk sækir ferðaávísun og pantar í gönguferðir í gegnum mínar síður.