6. janúar 2026
Reglubreytingar hjá Starfsmenntasjóði STF
Nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs STF tóku gildi 1. janúar 2026. Hér má lesa helstu breytingar á styrkjum sjóðsins:
Fyrirframgreiddur styrkur vegna dýrara náms
Nú er hægt að sækja um fyrirframgreiddan styrk til tveggja ára þegar skólagjöld ná 600.000 kr. – þá er 400.000 kr. styrkur. Styrkurinn endurnýjast 2 árum eftir að sótt var um.
Áfram er hægt að sækja um fyrirframgreiddan styrk til þriggja ára þegar skólagjöld ná 900.000 kr. – þá er 600.000 kr. styrkur. Styrkurinn endurnýjast 3 árum eftir að sótt var um.
Ferðakostnaður vegna verkefnis innanlands
Styrkur vegna ferðakostnaðar innanlands þegar sækja þarf nám í meira en 100 km frá lögheimili er nú 60.000 kr. á 12 mánaða tímabili að hámarki. Áður voru styrkirnir aðskildir í ferðastyrk og gistikostnað innanlands, 30.000 kr. hámark og bundinn við fjölda ferða.
