STF logo
Heimör til hægriMenntun og fræðslaör til hægri

Stjórnendafræðsla

Stjórnendanám STF

Stjórnun krefst stjórnunarhæfni

Millistjórnendur sem hafa mannaforráð í umboði atvinnurekenda. Þeir þurfa að hafa sjálfsþekkingu til að leggja mat á eigin getu til að sinna starfi sínu. Þeir eiga að þekkja undirmenn sína, hæfileika þeirra og annmarka. Þeir verða að skilja kröfur fyrirtækisins til gæða og framleiðni, innra skipulag þess og starfsumhverfi s.s. viðskiptavini, opinberar stofnanir og vinnumarkað. Stjórnendarfræðslan er samstarfsvettvangur Samband stjórnendafélaga (STF), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Háskólans á Akureyri (HA) um menntun millistjórnenda.

Stjórnendanámiðör til hægri

Þekking, leikni og hæfni

Tilgangur stjórnendanáms er að miðla þekkingu og þjálfa leikni karla og kvenna í millistjórnendastöðum og efla þá til að auka hæfni sína í hvers konar stjórnun.

Stjórnendarfræðslan er samstarfsvettvangur Samband stjórnendafélaga, Samtaka atvinnulífsins og Háskólans á Akureyri/símentun á þessu sviði. Námsframboð Stjórnendarfræðslunnar tekur tillit til þeirra fjölmörgu þátta sem verk- og stjórnendur verða að hafa við í daglegum störfum sínum. Námið er fimm lotur og hverri lotu skiptist í áfanga

Lota 1

Ég - Stjórnandinn

  • Vinnumarkaðurinn
  • Réttindi
  • Ábyrgð

Lota 2

Ég og samstarfsfólkið

  • Mannauðstjórnun
  • Heilsufar og atferli starfsmanna

Lota 3

Fyrirtækið - Skipulag

  • Innra skipulag
  • Formlegt skipulag
  • Rekstrarstjórnunarkerfi
  • Ábyrgð og öryggismál

Lota 4

Fyrirtækið - Rekstur

  • Markmið
  • Rekstraráætlun
  • Framkvæmanleiki verkefna

Lota 5

Fyrirtækið - Í nútíð og framtíð

  • Markaðir
  • Viðskiptavinir
  • Samkeppni
  • Hagsmunaaðilar
  • Þróun vinnumarkaðarins

Lota 1

Ég - Stjórnandinn

12 áfangar - 13 vikur

Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?"

Með nýjum áherslum í náminu er einnig skoðað hvernig stjórnendur geta nýtt gervigreind sem tæki til að efla eigið starf, bæta ákvarðanatöku og auka áhrif í starfi

✨ 5. október 2025 - 1. febrúar 2026 (jólafrí 14.12.25-11.01.26).

Lota 2

Stjórnun mannauðs

12 áfangar - 12 vikur Fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar, bæði í skipulagseiningu (deild, sviði, útibúi) og skipulagsheild (fyrirtæki, stofnun).

Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við - ásamt lausnum.

✨ 8. febrúar 2026 - 24. maí 2026 (páskafrí 22.3.-14.4.26) Sumarfrí 24. maí - 30. ágúst 2026.

Lota 3

Fyrirtækið – Skipulag

10 áfangar - 11 vikur

Fjallað um innra skipulag fyrirtækja sem stjórnandi/millistjórnandi þarf að hafa þekkingu á og hæfni til að takast á við hverju sinni, s.s stjórnkerfisskipulag og ákvarðanatöku á þeim vettvangi, stefnuvinnu og samkeppnishæfni, formlegt starfsmannahald, gæðakerfi, öryggismál á vinnustað og viðhald tækja, einkum með tilliti til öryggis og framleiðni.

✨ 30. ágúst 2026 - 15. nóvember 2026.

Lota 4

Fyrirtækið – Rekstur

9 áfangar - 10 vikur

Stjórnendur / millistjórnendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem þeir þurfa að standa klárir á. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum rekstrarupplýsingum.

✨ 22. nóvember 2026 - 28. febrúar 2027 ( jólafrí 13.12.26-10.1.27).

Lota 5

Fyrirtækið í nútíð og framtíð

8 áfangar - 8 vikur

Sjónum beint að fyrirtækinu í nær- og fjærumhverfi sínu, eigendum, viðskiptavinum, keppinautum, birgjum, stofnunum og stjórnvöldum. Fjallað er um þessa þætti í ljósi stefnu skipulagseiningar, t.d. umhverfis- og samfélagsstefnu.

✨ 7. mars 2027 - 23. maí 2027 (páskafrí 21.3-4.4.2027).

Meira um námið

Hver áfangi í lotu eru kenndur í eina viku og þarf nemdandinn að reikna með 1,5 – 2.0 kls á dag til að klára hverja áfanga á viku. Námsefnið er miðlað í fjarkennslukerfinu Canvas og á Zoom fjarkennslukerfi. Þátttakendur í verk- og stjórnarnámi geta ráðið nokkru um námstíma sinn innan settra marka. Þeir hlusta á fyrirlestra, vinna skilgreind verkefni á vinnustað og skila kennara. Hvatt er til hópvinnu þátttakenda, einkum þeirra sem starfa í sömu eða skyldum greinum.

Kennarar eru valdir af kostgæfni, alls um 20 talsins og starfa allir í háskólum og virtum ráðgjafafyrirtækjum. Þeir hafa víðtæka þekkingu og reynslu í stjórnun í atvinnulífi ásamt reynslu í kennslu og ráðgjöf. Hægt er að fræðast um kennarana okkar inn á https://stjornendanam.is/kennarar/

Fyrsta lotan var fór í loftið 12. febrúar 2015

Lotur 1, 2, 3, 4 og 5 verða kenndar í tölulegri röð. Kennsludagskrá er að finna á síðu stjórnendanámsins

Spurt og svarað