STF logo
Heimör til hægriMenntun og fræðslaör til hægri

Stjórnendafræðsla

Stjórnendafræðsla

Stjórnun krefst stjórnunarhæfni

Millistjórnendur sem hafa mannaforráð í umboði atvinnurekenda. Þeir þurfa að hafa sjálfsþekkingu til að leggja mat á eigin getu til að sinna starfi sínu. Þeir eiga að þekkja undirmenn sína, hæfileika þeirra og annmarka. Þeir verða að skilja kröfur fyrirtækisins til gæða og framleiðni, innra skipulag þess og starfsumhverfi s.s. viðskiptavini, opinberar stofnanir og vinnumarkað. Stjórnendarfræðslan er samstarfsvettvangur Samband stjórnendafélaga (STF), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Háskólans á Akureyri (HA) um menntun millistjórnenda.

Stjórnendafræðslaör til hægri

Þekking, leikni og hæfni

Tilgangur stjórnendanáms er að miðla þekkingu og þjálfa leikni karla og kvenna í millistjórnendastöðum og efla þá til að auka hæfni sína í hvers konar stjórnun.

Stjórnendarfræðslan er samstarfsvettvangur Samband stjórnendafélaga, Samtaka atvinnulífsins og Háskólans á Akureyri/símentun á þessu sviði. Námsframboð Stjórnendarfræðslunnar tekur tillit til þeirra fjölmörgu þátta sem verk- og stjórnendur verða að hafa við í daglegum störfum sínum. Námið er fimm lotur og hverri lotu skiptist í áfanga

Lota 1

Ég - Stjórnandinn

 • Vinnumarkaðurinn
 • Réttindi
 • Ábyrgð

Lota 2

Ég og samstarfsfólkið

 • Mannauðstjórnun
 • Heilsufar og atferli starfsmanna

Lota 3

Fyrirtækið - Skipulag

 • Innra skipulag
 • Formlegt skipulag
 • Rekstrarstjórnunarkerfi
 • Ábyrgð og öryggismál

Lota 4

Fyrirtækið - Rekstur

 • Markmið
 • Rekstraráætlun
 • Framkvæmanleiki verkefna

Lota 5

Fyrirtækið - Í nútíð og framtíð

 • Markaðir
 • Viðskiptavinir
 • Samkeppni
 • Hagsmunaaðilar
 • Þróun vinnumarkaðarins

Lota 1

Ég - Stjórnandinn

Stjórnandinn öðlast þekkingu á sjálfum sér, eigin metnaði og væntingum, stjórnunarstíl og siðferðilegri afstöðu til samstarfsmanna. Hann metur afstöðu sína til breytinga innan fyrirtækis og í samfélaginu, getur brugðist við álagi sem starfið og breytingar á því geta valdið. Hann kannar eigið viðmót til samstarfsmanna, metur skýrleika sinn í tjáskiptum og fyrirmælum, skilur, metur og tekur tillit til ábendinga og gagnrýni undir- og yfirmanna. Hann fjallar um vinnumarkað, réttindi stjórnenda og stjórnunarábyrgð.

Lota 2

Ég og samstarfsfólkið

Mannauðsstjórnun

Hér öðlast millistjórnandinn þekkingu og leikni til að takast á við þau fjölmörgu og margbreytilegu viðfangsefni sem við blasa á hverjum degi og snúa að samstarfsfólki; störfum þess, skipulagi starfa og afrakstri þeirra. Hann notar skilgreindar aðferðir til að meta frammistöðu og starfsánægju, auka hæfni undirmanna og nýliða í starfi með skipulagðri starfsþróun. Hann öðlast leikni í ráðningarviðtölum og starfsmannasamtölum. Verkstjórinn öðlast þekkingu og leikni í skipulagi verkefna, teymisvinnu og stjórnun breytinga. Hann tekst á við áskoranir fjölmenningar á vinnustað og metur og kosti og annmarka fjölmenningar.

Heilsufar og atferli starfsmanna

Hér öðlast millistjórnandinn þekkingu og leikni til að takast á við þau fjölmörgu og margbreytilegu viðfangsefni sem við blasa á hverjum degi og snúa að samstarfsfólki; störfum þess, skipulagi starfa og afrakstri þeirra. Hann notar skilgreindar aðferðir til að meta frammistöðu og starfsánægju, auka hæfni undirmanna og nýliða í starfi með skipulagðri starfsþróun. Hann öðlast leikni í ráðningarviðtölum og starfsmannasamtölum. Verkstjórinn öðlast þekkingu og leikni í skipulagi verkefna, teymisvinnu og stjórnun breytinga. Hann tekst á við áskoranir fjölmenningar á vinnustað og metur og kosti og annmarka fjölmenningar.

Lota 3

Fyrirtækið – Skipulag

Innra skipulag fyrirtækis getur verið flókið og ógagnsætt. Stjórnandinn öðlast þekkingu og leikni til að greina á milli hins formlega skipulags fyrirtækisins samkvæmt stefnu þess og hins dulda skipulags óformlegra boðleiða og tilviljanakenndrar ákvarðanatöku. Greiningin á að leiða til þess að hið formlega skipulag sé sýnilegt og virkt. Stjórnandinn útskýrir hið formlega skipulag fyrir undirmönnum og hvetur þá til að virða það. Rekstrarstjórnunarkerfi eru m.a. til þess að koma auga á frávik í skipulagi og bæta rekstur. Hér öðlast stjórnandinn þekkingu og leikni til að nýta rekstrarstjórnunarkerfi í daglegri vinnu og skýra þau fyrir undirmönnum. Áhættumat og öryggismál ásamt skipulagi og viðhaldi starfsstöðva er ríkur þáttur í slíku starfi.

Lota 4

Fyrirtækið – Rekstur

Staða stjórnanda er jafnan þannig að hann tekur við markmiðum og rekstraráætlunum yfirmanna og kemur þeim til framkvæmda með undirmönnum. Hann er milliliður, boðberi og ábyrgðarmaður. Því þarf hann að þekkja grunnatriði áætlanagerðar, hugtök og verklag. Hann getur greint áætlanir og lagt mat á framkvæmanleika þeirra í ljósi aðstöðu, tíma, mannauðs og fjár. Hann hefur hæfni til að rökstyðja mat sitt og athugasemdir gagnvart yfirmönnum og undimönnum í krafti gagna og upplýsinga.

Lota 5

Fyrirtækið - Í nútíð og framtíð

Auðsuppspretta fyrirtækisins er í nútíð og framtíð þess. Hér eru markaðir og viðskiptavinir, keppinautar og birgjar, samkeppni og samvinna. Umhverfis fyrirtækið er einnig vinnumarkaður og þangað sækir það endurnýjun og aukningu mannauðs. Hér eru einnig stofnanir af margvíslegu tagi með opinberar kröfur, þjónustu og þekkingu. Stjórnandinn / verkstjórinn þarf að hafa yfirsýn yfir þetta flókna umhverfi nútímasamfélagsins sem ræður miklu um örlög fyrirtækisins. Hér eru tækifæri sem hann hefur hæfni til að skilgreina og nýta.

Meira um námið

Hver áfangi í lotu eru kenndur í eina viku og þarf nemdandinn að reikna með 1,5 – 2.0 kls á dag til að klára hverja áfanga á viku. Námsefnið er miðlað í fjarkennslukerfinu Camvas og á Zoom fjarkennslukerfi. Þátttakendur í verk- og stjórnarnámi geta ráðið nokkru um námstíma sinn innan settra marka. Þeir hlusta á fyrirlestra, vinna skilgreind verkefni á vinnustað og skila kennara. Hvatt er til hópvinnu þátttakenda, einkum þeirra sem starfa í sömu eða skyldum greinum.

Kennarar eru valdir af kostgæfni, alls um 20 talsins og starfa allir í háskólum og virtum ráðgjafafyrirtækjum. Þeir hafa víðtæka þekkingu og reynslu í stjórnun í atvinnulífi ásamt reynslu í kennslu og ráðgjöf.

Fyrsta lotan var fór í loftið 12. febrúar 2015, stjornendanam.is

Lotur 1, 2, 3, 4 og 5 verða kenndar í tölulegri röð. Kennsludagskrá er að finna á síðu stjórnendanámsins

Stjórnendarfræðslan annast rekstur stjórnendarnáms samkvæmt samningi milli samstarfsaðilanna. Hún er til húsa hjá Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um stjórnendarnám veita Bjarni Þór Gústafsson, Mennta og kynningarfulltrúi STF, og Stefán Guðnason, verkefnastjóri Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Stjórnendanám STF