Fjölbreytt þjónusta
Helstu áherslur
Villt þú verða betri stjórnandi?
STF býður upp á öflugt stjórnendanám í samvinnu við Samtök Atvinnulífsins og Háskólans á Akureyri. Tilgangur stjórnendanáms er að miðla þekkingu og þjálfa leikni karla og kvenna í millistjórnendastöðum og efla þá til að auka hæfni sína í hvers konar stjórnun.
Ertu á leiðinni í frí?
Aðildarfélög STF eiga 29 orlofshús víðsvegar um landið. Þau eru í útleigu allan ársins hring. Húsin henta vel til að slappa af eða til að fara í skíðaferð yfir veturinn og eru af öllum stærðum og gerðum. Hægt er skoða og bóka orlofshús fyrir félagsmenn á orlofsvefnum.
Af hverju STF?
4200
Meðlimir
7
Aðildarfélög
29
Orlofskostir
86
ára reynsla
Launavernd
Félagsmenn okkar fá launavernd þegar þeir byrja að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsmaður fyrir vinnutapi tengdu sjúkdóma eða slyss á hann rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).
Menntastyrkir
Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.
Heilsutengdir styrkir
Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og tómstundastyrkir*, kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á íbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsmönnum sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð. Þ.a.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðun og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.
Aðildarfélög STF
„Stjórnendafélagið mætir öllum mínum þörfum, þau eru með sterkan sjúkrasjóð, veita góða heilsustyrki og frábæran menntasjóð, gott úrval af námi sem nýtist í starfi. “
Heiða Björk Sigurðardóttir
Bókhald og innheimta hjá Ferro Zink hf.