Sjúkradagpeningar
Eitt af megin hlutverkum Sjúkrasjóðs verk- og stjórnenda er að greiða bætur til félagsmanna í veikinda og slysatilfellum.
Sjúkrasjóður - Reglur
Eitt af megin hlutverkum Sjúkrasjóðs verk- og stjórnenda er að greiða bætur til félagsmanna í veikinda og slysatilfellum. Starfandi stjórnandi sem slasast eða veikist í starfi á rétt á sjúkradapeningagreiðslum sem nema allt að 80% af meðallaunum síðustu 12 mánaða og er réttur félagsmanna til sjúkradagpeningagreiðslna 9 mánuðir. Bótagreiðslur reiknast samkvæmt ákvæðum greina reglugerðar eftir því sem við á að loknum lög- og samningsbundnum greiðslum vinnuveitanda. Áunnin réttindi í öðrum sjúkrasjóði skerðast ekki við inngöngu í verk- eða stjórnendafélag.
Fyrir áfengismeðferð eru greiddir að hámarki 90 dagar á 4 ára fresti. Sjúkradagpeningavottorð og staðfesting vinnuveitenda fylgi umsókn.
7.3. Sjúkradagpeningar eru ekki greiddir eigi félagsmaður rétt eða fái greiddan fullan örorkulífeyri.
7.4. Sé bótaþegi 67 ára dragast greiðslur Tryggingastofnunar frá dagpeningagreiðslum.
4.4.1. Dagpeningar greiðast aldrei lengur en 3 mánuði eftir að lög- og samningsbundnar greiðslur falla niður við starfslok vegna veikinda 67 ára og eldri.
7.4.3. Sjúkradagpeningagreiðslur falla niður við 70 ára aldur. Félagsmaður sem hefur verið félagsmaður í 10 ár og vinnur fram yfir 70 ára aldur og atvinnuveitandi greiðir áfram af til sjúkrasjóðs (heldur dagpeningarétti í 3 mánuði eftir samningsbundnar greiðslur frá atvinnurekanda). Sálfstætt starfandi sjóðsfélagar öðlast ekki rétt til sjúkradagpeninga fyrr en þeir hafa lokið þeim veikindarétti sem þeir hefðu aflað sér sem launamenn í sama starfi.
Til þess að eiga rétt á greiðslum sjúkradapeninga verður sjúkradagpeningavottorð að fylgja umsókn!
Bætur vegna slyss (utan vinnu) eða veikinda
7.2. Starfstími – Réttur til sjúkradagpeninga: Á fyrst mán./1 mán. sjúkradagpeningar – Nýr félagsmaður. Eftir 2 mán./2 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 3 mán./3 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 4 mán./4 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 5 mán./5 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 6 mán./6 mán. sjúkradagpeningar – meðaltal – hámark yfirvinnulauna. Eftir 7-12 mán-/ 6 mán.sjúkradagpeningar. Eftir 12 mán. allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. 9 mánuði dagpeninga.
Bætur vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms
6.2. Starfstími – Réttur til sjúkradagpeninga: Á fyrst mán./1 mán. sjúkradagpeningar – Nýr félagsmaður. Eftir 2 mán./2 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 3 mán./3 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 4 mán./4 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 5 mán./5 mán. sjúkradagpeningar. Eftir 6 mán./6 mán. sjúkradagpeningar – meðaltal hámark yfirvinnulauna. Eftir 7-12 mán-/ 6 mán. sjúkradagpeningar.Eftir 12 mán. allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. 9 mánuði dagpeninga.
Veikindi maka eða barna
9.1. Styrkur til aðhlynningar veiku barni 18 ára og yngra eða maka, eftir að greiðslu samkvæmt samningi við vinnuveitenda lýkur. Sjúkradagpeningar í allt að 90 vinnudagar á hverju 12 mánaða tímabili. Styrkur miðast við grein 7.6.1. Læknisvottorð og staðfesting vinnuveitanda um að launagreiðsla hafi fallið niður fylgi umsókn.