Launa- og forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins hefur samþykkt að veita kauptaxtaauka vegna launaþróunar samkvæmt samningsforsendum kjarasamninga frá 2022.
Hækkunin nemur:
0,58% á alla kauptaxta, gildir frá 1. apríl 2025.
Ákvörðunin byggir á samanburði á þróun launavísitölu og hækkun launataxta á samningstímabilinu. Forsendurnar um kauptaxtaauka eru hluti af því að tryggja launaþróun sem fylgir almennum markaði.
Hækkunin kemur til viðbótar við aðrar fyrirhugaðar breytingar á launum skv. kjarasamningi og hefur áhrif á kauptaxta í þeim tilvikum sem við á.
Þessi síða geymir vefkökur til að gera upplifun þína af vefnum betri. Þú veitir þitt samþykki með því að halda áfram að nota vefinn.