
Orlofskostir víðs vegar um landið
Að taka sér frí er mikilvægt fyrir andlega og líkamlega heilsu. Stutt hlé frá amstrinu, hvort sem er yfir helgi eða í lengra fríi, hjálpa til við að hlaða batteríin, minnka streitu og styrkja jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Stjórnendafélögin bjóða félagsfólki upp á 15 bústaði, 12 íbúðir og 1 sjúkraíbúð víðs vegar um landið. Orlofskostirnir eru í útleigu allan ársins hring og henta því jafnt yfir vetur, vor, sumar og haust – ekki bara í sumarleyfinu.
Forgangur og úthlutun
- Félagar hvers aðildarfélags njóta forgangs að orlofshúsum síns félags á úthlutunartímabili.
- Utan úthlutunartímabila geta félagar sótt um orlofshús annarra stjórnendafélaga.
Umsóknir um orlofshús fara fram á Mínum síðum.
Næstu opnanir orlofshúsa
Páskavikan 1.-8. apríl 2026
Bústöðum er úthlutað eftir punktastöðu, íbúðir eru fyrstur kemur- fyrstur fær. Aðeins er hægt að fá eina viku úthlutaða. Punktafrádráttur fyrir leigða páskaviku er 24 punktar.
Bústaðir:
13.-20. janúar (kl. 23:59): Opið fyrir umsóknir um bústaði. Aðeins er hægt að sækja um bústaði þíns félags
21. janúar (e. hádegi): Umsóknum er úthlutað eftir punktastöðu
26. janúar (kl. 23:59):Greiðslufrestur til að greiða fyrir úthlutaða umsókn
27. janúar kl. 13:00: Allir geta bókað þá bústaði sem eftir verða
Íbúðir:
13.-20. janúar: Forgangsbókun fyrir félaga að leigja íbúðir síns félags
21. janúar kl.13:00: Allir geta bókað allar íbúðir sem eftir verða
Sumar 3. júní - 26. ágúst 2026
Bústaðir:
Bústöðum er úthlutað eftir punktastöðu. Aðeins er hægt að fá eina viku úthlutaða. Skiptidagar eru á miðvikudögum. Punktafrádráttur fyrir vikuleigu í bústað er 24 punktar.
9.-16. mars (kl. 23:59): Opið fyrir umsóknir um bústaði
17. mars (e. hádegi): Umsóknum úthlutað
23. mars (kl. 23:59): Greiðslufrestur til að greiða fyrir úthlutaða umsókn
24. mars kl. 10:00: Opnar fyrir þá sem fengu synjað eða hættu við úthlutaðan bústað
30. mars kl. 10:00: Opnar fyrir alla að bóka það sem eftir verður
Íbúðir:
Íbúðir eru ekki bundnar við vikuleigu og ekki er punktafrádráttur fyrir leigu að sumri til.
9.-16. mars: Forgangsbókun fyrir félaga að leigja íbúðir síns félags
Staðsetning orlofshúsa

„Ég er í stjórnendafélaginu því það er traust félag með góða styrki og mjög öflugan sjúkrasjóð. “
Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir
Mannauðsstjóri Airport Associates
