18. júní 2025
Karitas Marý Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við STF
Við bjóðum Karitas Marý Bjarnadóttur innilega velkomna til starfa hjá STF. Karitas hóf nýverið störf hjá STF í hlutastarfi og mun hefja 100% starf frá og með 1. október. Samhliða starfi sínu hjá STF sinnir hún afleysingum hjá Brú, félagi stjórnenda, þar sem hún hefur starfað frá ársbyrjun.
Áður starfaði Karitas sem sérfræðingur hjá BHM með áherslu á starfsmenntunarsjóði. Þar á undan vann hún hjá embætti ríkissáttasemjara sem verkefnisstjóri við uppbyggingu gagnagrunns og greiningu kjarasamninga á Íslandi.
Karitas er með MS-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, auk BA-prófs í ensku og klassískum fræðum frá sama skóla.
Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Karitas hjartanlega velkomna í hópinn.
Þessi síða geymir vefkökur til að gera upplifun þína af vefnum betri. Þú veitir þitt samþykki með því að halda áfram að nota vefinn.
Persónuverndarstefna STF