Stutt kynning á verkefninu
Fræðslustjóri að láni
Markmið
Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækjum kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg, auka samkeppnishæfi fyrirtækja, bæta gæði vöru og þjónustu, auka framlegð og stafsánægju starfsmanna.
Sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni“ fræðsla- og mannauðsráðgjafi sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greining og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.
Umsóknir í menntasjóð SA og STF
Umsóknir einstaklinga: Hámarksstyrkur er 80% af námsskeiðskostnaði þó að hámarki 150.000 kr. í hverju einstöku námi. Ef um dýrara nám er að ræða eins og hjá endurmenntunardeildum háskólanna getur styrkupphæð orðið allt að 450.000 kr. þá getur einstaklingur ekki sótt um námsstyrk næstu þrjú árinn.
Fyrirtækjastyrkir: Hámarksstyrkur er 80% af námsskeiðskostnaði þó að hámarki 150.000 kr. í hverju einstöku námi. Hins vegar getur fyrirtæki farið yfir það hámark. Ef um dýrara nám er að ræða eins og hjá endurmenntunardeildum háskólanna getur styrkupphæð orðið allt að 450.000 kr. Styrkur til fyrirtækis skerðir ekki rétt félagsmanns til styrkja.
Dýrt nám: Sjóðsstjórn er heimilt að skoða sérstakleg styrkveitingar til náms sem er dýrara en 700.000 kr. hver einstök lota, senda verður inn greinagóða lýsingu á náminu.
Skoða nánar hér