STF logo
Heimör til hægriKaup og kjörör til hægri

Uppsagnarbréf

Uppsagnarbréf

Mikilvægt er að uppsagnarbréf standist lög og reglur. Komi til uppsagna gilda ákveðin lög og reglur um uppsagnarferlið. Uppsagnarfrestur er sá tími sem þarf að líða frá því að uppsögn tekur gildi og þar til starfsmaður hættir störfum. Lengd uppsagnarfrests ræðst af starfsaldri og/eða lífaldri viðkomandi starfsmanns. Uppsagnarfrestur er að jafnaði 1 til 3 mánuðir en getur verið styttri eða lengri eftir ákvæðum kjarasamninga. Starfsmanni er skylt að vinna út uppsagnarfrest nema um annað sé sérstaklega samið á milli hans og vinnuveitanda.

Sýnidæmi uppsagnabréfs

Athugið að skipta þarf út öllu merkt bláu fyrir upplýsingar einstaklings og fyrirtæki hans.

Nafn fyrirtækis

Nafn yfirmanns

Póstnúmer og bæjarfélag fyrirtækis

Staður og dagsetning (Reykjavík 31. júlí 2022)

Ég undirritaður, Nafn starfsmanns og kennitala starfsmanns , segi hér með upp störum hjá Nafn fyrirtækis. Samningsbundinn uppsagnarfrestur minn hjá fyrirtækinu eru x mánuðir, bundinn við mánaðarmót, og eru áætluð starfslok því þann Mánaðardagur (1.ágúst) n.k.

Virðingarfyllst,
Nafn starfsmanns

Móttekið f.h Nafn fyrirtækis

Dagsetning og nafn fulltrúa fyrirtækis

Uppsagnarbréf á PDF formi