
Stjórnendafélagið er með góðan sjúkrasjóð og menntasjóð. Svo er þjónustan sem ég fæ frábær.
María Alma Valdimarsdóttir,
Afgreiðslustjóri Sæferða
Tilgangur sjóðsins er að styrkja aðildarfélög STF til námskeiðahalda sem og að styrkja félagsmenn og fyrirtæki innan aðildarfélaga STF til að sækja námskeið og gera þá þar með hæfari til stjórnunarstarfa. Sjóðurinn stuðlar að því að starfandi verk- og stjórnendum bjóðist heilstæð grunn- og endurmenntun sem uppfyllir þekkingarkröfur sem stjórnendur þurfa að búa yfir á hverjum tíma.
Með samkomulagi árið 2008 á milli Verkstjórasambands Íslands / Samband stjórnendafélaga STF og Samtaka atvinnulífsins var stofnaður Starfsmenntasjóður þessara aðila. Með því var stigið mikilvægt skref til að bæta úr brýnni þörf á endurmenntun fyrir millistjórnendur á Íslandi. Fyrir tíma menntunarsjóðsins hafði komið í ljós að Ísland hafði dregist aftur úr öðrum nágrannaþjóðum hvað varðar stjórnun í fyrirtækjum. Það átti ekki síst við um verkstjóra sem höfðu setið utangarðs hvað varðar grunn- og endurmenntun á meðan aðrir starfshópar fengu tækifæri sem hafa komið þeim og fyrirtækjunum vel.
Menntunarsjóður STF og SA veitir alls kyns námsstyrki. Styrkir eru veittir til náms á framhalds- og háskólastigi ásamt því að hver félagsmaður hefur rétt á tómstundastyrk á 12 mánaða fresti. Sambandið leggur áherslu á stjórnunarmenntun og er í samstarfi við ýmsa aðila um þá þætti. Í febrúar 2015 var opnað fyrir 100% net- og fjarnám, Samtaka atvinnulífsins og Samband stjórnendafélaga STF. Námið er hugsað fyrir millistjórnendur en markmiðið er að auka faglega og hagnýta þekkingu á stjórnun, efla leikni og færni í þáttum sem hafa áhrif á framleiðni fyrirtækja. Þannig byggja stjórnendur upp sterkari grunn til að takast á við krefjandi verkefni og verða þar af leiðandi dýrmætari starfskraftar.
Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn innan aðildarfélaga STF til að sækja námskeið er gerir þá hæfari til stjórnunarstarfa.
Tilgangur stjórnendanáms er að miðla þekkingu og þjálfa leikni í millistjórnendastöðum.
Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækjum kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg, auka samkeppnishæfi fyrirtækja, bæta gæði vöru og þjónustu, auka framlegð og stafsánægju starfsmanna.
Samband stjórnendafélaga f.h. menntasjóða er heimilt að styrkja eigin fræðslu fyrirtækja.
Hægt er að sækja styrk í starfsmenntunarsjóð til að mennta sig og sækja námskeið. Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um.
Einstaklingar geta sótt um menntunar- og fræðslustyrki rafrænt með því að skrá sig inn á „Mínar síður“.
Fyrirtæki geta sótt um menntunar- og fræðslustyrki rafrænt með því að fara inn á „Áttin.is“.
Hér er hægt að sækja umsóknarform á pdf formati fyrir þá sem kjósa það.
Hámarks styrkur til endurmenntunar eða starfsnáms er 150.000- kr á ári. Hægt er að gera sérstakan samning um dýrt nám til 3 ára. Styrkur getur þá numið 450.000- kr en styrkhafi á þá ekki rétt á námsstyrk næstu 3 ár.
Stjórnendafélagið er með góðan sjúkrasjóð og menntasjóð. Svo er þjónustan sem ég fæ frábær.
María Alma Valdimarsdóttir,
Afgreiðslustjóri Sæferða
Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 08:00 og 16:00, nema á föstudögum þá lokar klukkan 15:00.
Copyright Ⓒ STF. All rights reserved.