SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Eigin fræðsla

Samband stjórnendafélaga f.h. menntasjóða er heimilt að styrkja eigin fræðslu fyrirtækja samkvæmt reglum.

lki4532 min
Reglur um styrki eigin fræðslu fyrirtækja

Eigin fræðsla

Styrkir Sambands stjórnendafélaga til fyrirtækja með eigin fræðslu / námskeið

Samband stjórnendafélaga f.h. menntasjóða er heimilt að styrkja eigin fræðslu fyrirtækja samkvæmt eftirfarandi reglum.

  1. Undirritað er samkomulag við fyrirtækið um styrkveitingarnar. Styrkur miðast eingöngu við félagsmenn stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðunum. Styrkur greiðist að jafnaði út að loknu fræðslutímabili sem tilgreint er í samningi. Samningur er gerður fyrirfram (áður en fræðsla hefst). Liggi fyrir undirritað samkomulag geta fyrirtæki sótt um styrk á áttinni eins og um aðkeypta fræðslu er að ræða.
  2. Styrkur miðast við hverja kennda klukkustund starfstengds námskeiðs, 8.000 kr. pr. námskeiðsklukkustund óháð fjölda starfsmanna (lágmark 5 félagsmenn STF. sbr 4). Inni í því verði er þóknun fyrir undirbúning.
  3. Hámark styrkveitinga sjóðsins til fræðslu af þessu tagi er kr. 13.500. pr. félagsmann á almanaksári, er endurskoðuð 1. jan. ár hvert. STF getur gert undanþágu frá þessu ákvæði ef starfsmenn fyrirtækis eru færri en 10, í allt að kr. 17.000. pr. ári á félagsmann. Upphæð er tilgreind í samningi við fyrirtækið.
  4. Ekki eru styrktar námskeiðsstundir sem hafa færri en 5 námsmenn.
  5. Fyrirtækið sendir inn formlega dagskrá námskeiðs/-a með dags- og tímasetningum og er hún hluti samnings. Tilkynna skal STF um breytingar á dagskrá.
  6. Krafist er viðverulista námsmanna sem er vottaður af kennara/leiðbeinanda fyrirtækisins áður en styrkur er greiddur út.
  7. STF áskilur sér rétt til úttektar/heimsókna á meðan á námskeiði/um stendur.
  8. Greiddur er kostnaður vegna leigu á sal (námskeiðsaðstöðu) sé hann innan skynsemismarka og með samþykki stjórar styrkveitanda.
  9. Námsgögn eru styrkt með allt að kr 450 pr. nemanda, enda fari heildarstyrkur ekki yfir hámark sbr. 2. lið. Afrit af námsgögnum sendist STF með öðrum uppgjörsgögnum.
  10. Að öðru leyti gilda sömu reglur og fyrir styrki STF í annað starfsnám sem fyrirtæki halda (með utanaðkomandi fræðsluaðila) hvað varðar umsóknir o.fl.

Reglur þessar tóku gildi í desember 2015, síðast uppfærðar í september 2019. Þessar reglur eru ekki tæmandi og sjóðirnir áskilja sér rétt til að bæta inn í samningsdrög aðra fyrirvara og ákvæði ef þeir telja þörf á því

F.h. Menntasjóða STF og SA.

Jóhann Baldursson forseti og framkvæmdastjóri

Nytsamleg skjöl