SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Reglugerð menntunarsjóðs

UPPLÝSINGAR UM SJÓÐINN
a125638 min
Menntasjóður STF

Reglugerðin

1. GREIN. HEITI SJÓÐSINS

1.1. Sjóðurinn heitir Menntunarsjóður STF og er innan vébanda STF. Heimili hans og varnarþing er í Kópavogi.

2. GREIN. MARKMIÐ SJÓÐSINS

2.1. Að styrkja félagsmenn innan aðildarfélaga STF til að sækja námskeið er gerir þá hæfari til stjórnunarstarfa

3. GREIN. TEKJUR SJÓÐSINS

3.1. Hlutfall af aðildargjöldum STF sem ákveðið er á þingum þess hverju sinni.
3.2. Aðrar tekjur sem samið kann að vera um.
3.3. Vaxtatekjur og styrkveitingar.

4. GREIN. SKILYRÐI TIL STYRKVEITINGA

4.1. Að  félagsmenn  (eða fyrirtæki/aðildarfélag fyrir hans hönd) eigi rétt á styrk enda hefur verið greitt til sjóðsins í hans nafni samfellt síðustu 6 mánuði þegar sótt er um. Til þess að fá fullan styrk úr menntunarsjóði skal miðað við að lágmarkstekjuviðmið sé 15% hærra en atvinnuleysisbætur á hverjum tíma. Sé greitt af lægri upphæð skerðist styrkur hlutfallslega.
4.2. Félagsmaður getur ekki fullnýtt rétt sinn hjá SA/STF sjóðnum og Menntunarsjóði STF samtímis. (Þ.e. taka hámarskgreiðslur úr báðum sjóðum).
4.3. Að um styrkinn sé sótt, á þar til gerðum eyðublöðum, til stjórnar sjóðsins

5. GREIN. AÐILDARFÉLÖGIN - EINSTAKLINGARNIR

5.1. Sjóðurinn greiðir að hámarki 80% af kostnaði hvers námskeiðs. Hámarksstyrkur sem hver einstaklingur getur fengið fyrir starfstengt nám er 150.000 kr. á ári. Þegar sótt er um námsstyrk í lengra/dýrara nám og námskostnaður fer yfir 3 x 150.000 = 450.000 kr. sem er hámarksstyrkur sem hægt er að fá á þremur árum, þá getur sjóðsfélagi fengið greiddan styrkinn í tveimur hlutum hafi umsækjandi staðist námið. Sjóðsstjórn getur gert undanþágu frá þessari reglu.
5.2. Sjóðurinn greiðir að hámarki 150.000 kr. á ári af kostnaði vegna fjarnáms, ferða- og gistikostnaðar ef félagsmaður þarf að sækja staðarlot/próf. Ef vegalengdin milli heimilis og fræðslustofnunar er að lágmarki 100 km. Skilyrði fyrir veitingu þessa styrks er að félagsmaður skili inn sundurliðuðum reikningi og umsókn á þar til gerðum eyðublöðum með staðfestingu fræðslustofnunar. Sjóðsstjórn getur gert undanþágu frá þessari reglu. Hámarksstyrkur tekur mið af upphæð SA/STF sjóðsins og hækkar í samræmi við hann.
5.3. Ferðastyrkur. Sæki félagsmaður um styrk til náms utan löghimilis getur hann sótt um ferðastyrk fyrir allt að 30.000 kr. á ári eða 10.000 kr fyrir eina ferð. Skilyrði fyrir veitingu ferðastyrks er að vegalengdin milli heimilis og fræðslustofnunar er að lágmarki 100 km. Félagsmaður þarf að skila inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum með staðfestingu fræðslustofnunar.
5.4. Styrkur vegna dvalarkostnaðar. Sæki félagsmaður um styrk vegna náms utan lögheimilis getur hann sótt um styrk fyrir gistingu fyrir allt að 30.000 kr. á ári, eða 3.000,- kr. fyrir nóttina allt að 10 nætur á ári. Skilyrði fyrir veitingu styrks vegna dvalarkostnaðar er að vegalengdin milli heimilis og fræðslustofnunar er að lágmarki 100 km. Félagsmaður þarf að skila inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum með staðfestingu fræðslustofnunar.
Hámarksstyrkur tekur mið af upphæð SA/STF sjóðsins og hækkar í samræmi við hann.
5.5.  Styrkur vegna tómstundanáms 10.000 kr. fyrir félagsmann en aldrei hærra en 80% af reikningsupphæð á 12 mánaða tímabili. Samanlagður tómstunda og starfstengdur styrkur getur ekki farið yfir 150.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
5.6.  Félagsmaður sem missir vinnu heldur rétti sínum að því gefnu að hann sé áfram félagsmaður aðildarfélags STF.
5.7.  Eftir námslok þarf að skila frumriti reiknings á skrifstofu STF innan þriggja mánaða frá lokum náms ásamt staðfestingu um að námi sé lokið á fullnægjandi hátt.

6. GREIN. GREIÐSLUSKYLDA

6.1. Greiðsluskylda sjóðsins miðast við stöðu hans hverju sinni að mati sjóðsstjórnar á greiðslugetu hans.
6.2. Einstaklingur er nýtur styrks úr sjóðnum skal leggja fram gögn  sem staðfesta greiðsluskyldu sjóðsins.

7. GREIN. REKSTURSKOSTNAÐUR

7.1. Allan kostnað vegna reksturs sjóðsins greiðir hann sjálfur.

8. GREIN. GILDISTAKA (STOFNÁR 1999)

8.1. Reglugerð þessi gildir frá 2. júní 2007
8.2. Reglugerð þessi gildir frá 5. júní 2009
8.3. Reglugerð þessi gildir frá 8. maí 2010
8.4. Reglugerð þessi gildir frá 4. júní 2011
8.5. Reglugerð þessi gildir frá 1. júní 2013
8.6. Reglugerð þessi gildir frá 1. júní 2015
8.7. Reglugerð þessi gildir frá 1. júlí 2019

LEIÐBEININGAR UM RAFRÆN SKIL, sótt 14.1.2019.

Framtalsleiðbeiningar 2018.

2.3.5 Styrkir til náms, rannsókna og vísindastarfa

Hér skal færa styrki til náms, rannsókna og vísindastarfa, þ.m.t. styrki til endurmenntunar og starfsmenntunarsjóðsstyrki sem greiddir voru á árinu 2017.

Sjá einnig umfjöllun um reit 149 í kafla 2.6.4

2.6.4 Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum.

Reitur 149: Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum.

Ef gerð er krafa um frádrátt vegna beins kostnaðar á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum, skal færa frádráttinn í þennan reit. Frádráttur þessi getur ekki orðið hærri en styrkur sem talinn er til tekna í reit 131 í kafla 2.3. Heimilt er að draga frá kostnað á móti styrknum, þó ekki vexti af skuldum, afföll, gengistöp og fyrningu eigna eða persónulegan kostnað.

Gera skal sundurliðaða grein fyrir þessum kostnaði á sérstöku yfirliti sem fylgja skal framtalinu (sérstaklega undirblað á vefframtali sem opnast þegar smellt er á Færa frádrátt). Heildarkostnaður skv. Yfirlitinu færist í reit 149. Ekki er heimilt að draga kaupverð tækja. s.s. tölva og tölvubúnaður, frá styrkjum. Ef um atvinnurekstur er að ræða skal gera grein fyrir tekjum og frádrætti á RSK 4.10 eða RSK 4.11 ef rekstrartekjur eru hærri en 1.000.000 kr.