SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Sjúkrasjóður

Árið 1974 var Sjúkrasjóður verk- og stjórnenda settur á laggirnar og er hann einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verks- og stjórnenda í veikinda og slysatilfellum. Fullgildur starfandi félagi á rétt á sjúkradagpeningagreiðslum í 9 mánuði, einnig eru veittir styrkir til endurhæfingar. Ásamt því að veita styrk til sjúkraþjálfunar eða kírópraktorsmeðferðar eiga félagsmenn rétt á ýmiss konar forvarnarstyrkjum sem og styrkjum til sjón- og heyrnatækjakaupa. Sjúkrasjóður STF kemur til móts við félagsmenn fari þeir í frjósemismeðferð eða ættleiði barn, einnig eru veittir sérstakir fæðingarstyrkir. Við fráfall félagsmanns greiðir sjúkrasjóður dánarbætur til aðstandenda.

10.2. Nýr félagsmaður sem flytur með fullan rétt úr öðrum sjúkrasjóði, fær aldrei lakari rétt en félagsmaðurinn hafði áður. Til að öðlast fullan rétt til greiðslna úr sjúkrasjóði STF þá þarf nýr félagsmaður að hafa greitt í 6. mánuði samfellt í sjúkrasjóð STF. Stjórn sjúkrasjóðs er þó heimilt að leggja mat á greiðslur fyrr úr sjúkrasjóði, ef með umsókninni fylgja rökstudd gögn um greiðslur vegna sjúkradagpeninga. Sjá nánar í reglugerð sjúkrasjóðs.

Hafi félagsmaður greitt í sjúkrasjóð síðustu 10 ár starfsævi sinnar heldur hann réttindum í sjúkrasjóði það sem eftir er ævinnar.

Sjúkrasjóður STF á íbúð í Lautasmára 5 sem eingöngu er leigð út vegna veikindatilfella verkstjóra utan höfuðborgarsvæðisins, maka eða barna undir 18 ára aldri á hans framfæri.

5

Reglugerð sjúkrasjóðs

Markmið sjóðsins er að greiða bætur til félagsmanna í veikinda- og slysatilfellum svo og dánarbóta, sjúkraþjálfunar, endurhæfingarstyrkja og annarra atriða.

Sjúkradagpeningar

Eitt af megin hlutverkum Sjúkrasjóðs verk- og stjórnenda er að greiða bætur til félagsmanna í veikinda og slysatilfellum.

Starfsendurhæfing

Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda.

Íbúð sjúkrasjóðs STF

Sjúkrasjóður STF á íbúð í Lautasmára 5, 201 Kópavogi sem eingöngu er leigð út vegna veikindatilfella verkstjóra/stjórnanda, maka eða barna (yngri en 18 ára) á hans framfæri.

Umsóknir og form

Einstaklingar geta sótt rafrænt um í sjúkrasjóð með því að skrá sig inn á „Mínar síður“.

Hér er hægt að sækja umsóknarform á pdf formati fyrir þá sem kjósa það.

Spurt & svarað

Algengar spurningar og svör

Þú getur sótt um styrki í sjúkrasjóð inn á  „mínar síður“ á stf.is.

Inn á „mínar síður“ getur þú séð hvaða styrki þú átt rétt á og séð umsóknarsögu þína. Þar getur þú líka séð hvaða heimildir þú hefur nýtt og hvaða heimildir þú hefur rétt á.

Hægt er að lesa Reglugerð sjúkrasjóðs til að sjá hver skilyrði fyrir styrkveitingum eru. Einnig er hægt að sjá lista yfir styrki inn á „mínar síður“ á stf.is

Félagsmaður sem greitt hefur í sjúkrasjóð STF í 6 mánuði hefur öðlast full réttindi til greiðslu sjúkradagpeninga.

Eftir 3 mánuði hefjast greiðslur úr sjúkrasjóði STF. Fyrstu 3 mánuðirnir eru greiddir af vinnuveitanda hafi starfsmaður öðlast fullan veikindarétt í starfi. Sjúkrasjóður STF greiðir svo næstu 9 mánuði sem nemur 80% af meðallaunum síðustu 12 mánuði félagsmanns. Þegar félagsmaður er búinn að vera heilt ár frá vinnu tekur Tryggingastofnun ríkisins við greiðslu sjúkradagpeninga.

Starfi félagsmaður sem verktaki þá fær hann sjúkradagpening að 3 mánuðum liðnum frá því að veikindi hefjast. Verktakinn sjálfur ber ábyrgð fyrirtækis fyrstu 3 mánuðina og verður að standa straum af eigin veikindagreiðslum sem nemur 3 mánuðum. Eftir fyrstu 3 mánuðina hefjast greiðslur úr sjúkrasjóði STF.

Þeir sem þurfa á sjúkraíbúð að halda þurfa að hafa samband við skrifstofu STF og bóka íbúð. Hægt er að hafa samband við skrifstofu alla virka daga frá 09:00 – 15:00 í síma: 553-5040.

Félagsmenn eiga rétt á dvöl í sjúkraíbúð vegna veikinda sín eigin eða vegna veikindi maka eða barna upp að 18 ára aldri. Sýna þarf fram á læknisvottorð vegna veikinda.

7

Ég er í stjórnendafélaginu því það er traust félag með góða styrki og mjög öflugan sjúkrasjóð.