SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Reglugerð sjúkrasjóðs stjórnenda

UPPLÝSINGAR UM SJÓÐINN
lki0175 2 min
Sjúkrasjóður STF

Reglugerðin

1. GREIN: HEITI SJÓÐSINS

1.1. Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður Sambands stjórnendafélaga. Heimili hans og varnarþing er í Kópavogi. Sjóðsfélagar eru þeir sem skilað hafa umsömdu iðgjaldi af launum til sjóðsins, hverju sinni samkvæmt kjarasamningum.

2. GREIN. VERKEFNI SJÓÐSINS

2.1. Verkefni sjóðsins er að greiða styrki vegna launataps félagsmanna í veikinda- og slysa tilfellum svo og forvarnastyrki, endurhæfingarstyrki, útfarastyrki og aðra styrki samkvæmt skilyrðum reglugerðar.
Allar greiðslur fara eftir rétti félaga.

2.2.Sjóðurinn getur varið fé til að stuðla að bættu heilsufari með framlögum til verkefna á sviði heilbrigðis- og öryggismála.

3. GREIN. TEKJUR SJÓÐSINS

3.1. Samningsbundið gjald frá vinnuveitendum.
3.2. Aðrar tekjur.

4. GREIN. BÓTAGREIÐSLUR

4.1. Bótagreiðslur hefjast þegar greiðslum frá vinnuveitanda lýkur samkvæmt samningum.
4.2. Réttur skapast ekki í sjúkrasjóði STF með greiðslum félagsgjalda af atvinnuleysisbótum fæðingarorlofsgreiðslum,og-eða sjúkradagpeningagreiðslum. Slíkar greiðslur viðhalda áunnum rétti hjá þeim sem áður hafa aflað sér réttinda hjá STF.
4.3. Félagsmaður sem hafði full réttindi í sjóðnum og hafði greitt í 10 ár, en hefur misst þau og er byrjaður að greiða aftur í sjóðinn, fær aftur full rétindi í sjóðnum samkvæmt eftirfarandi: Hefur ekki greitt í sjóðinn í eitt ár, verður þá að greiða í eitt ár og fær þá full réttindi. Hefur ekki greitt í sjóðinn í tvö ár, verður þá að greiða í tvö ár og fær þá full réttindi. Hefur ekki greitt í sjóðinn í þrjú ár, verður að greiða í þrjú ár og fær þá full réttindi. Hefur ekki greitt í sjóðinn í fjögur ár, verður að greiða í fjögur ár og fær þá full réttindi. Til þess að félagsmaður haldi fullum bótarétti eftir starfslok þurfa greiðslur að hafa borist sjóðnum reglulega síðustu 10 ár fyrir starfslok. Bætur/styrkir skerðast hlutfallslega fyrir hvert ár sem vantar á 10 ár. (Dæmi: eftir 9 ár verða bætur/styrkir 90% ).
4.4. Bætur greiðast ekki þeim sem fá samsvarandi bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, tryggingarfélagi eða vegna trygginga atvinnurekanda.
4.5. Dagpeningar greiðast ekki þegar bótaskylda er vegna slyss eða atvinnusjúkdóma þ.m.t. bifreiðaslysa sem fellur á tjónvald og bætur fást greiddar skv. skaðabótalögum úr hendi hans eða á grundvelli ábyrgðartrygginga.
4.6. Stjórn sjúkrasjóðs hefur heimild til að vísa erindum til trúnaðarlæknis STF. Hafni viðkomandi því að veita trúnaðarlækni upplýsingar á hann á hættu að missa bótarétt.

5. GREIN. DAGPENINGAR, BÆTUR OG STYRKIR

5.1. Félagsgjöld dragast frá sjúkradagpeningagreiðslum.
5.2. Réttindi í sjóðnum eru bundin greiðslu til hans. Hafi engar greiðslur borist síðustu 3 mánuði á félagsmaður ekki rétt á bótum úr sjóðnum.
5.2.1.Hægt er að sækja um sjúkradagpeninga 1 mánuð aftur í tímann.
5.3.Til þess að starfandi félagsmaður fái fullar bætur og styrki úr sjúkrasjóði skal miða við lágmarkstekjuviðmið sem er 558.626. (Fylgi launabreytingum kjarasamningi STF og Fjármála-og efnahagsráðherra f.h. ríkisins (SNF), launafl 10 – 7. þrepi. uppfært 03.03.2023). Sé greitt af lægri upphæð skal miðað við prósentu af lágmarkstekjuviðmiði og að greitt hafi verið af viðkomandi samfellt í 6 mánuði. Ef ekki, þá skerðast bætur og styrkir hlutfallslega. 

6. GREIN. DAGPENINGAR: RÉTTINDI TIL SJÚKRADAGPENINGA

6.1. Ef um veikindi, vinnuslys eða atvinnusjúkdóm er um að ræða. Greiðist samkvæmt ákvæðum greina eftir því sem við á að loknum lög og samningsbundnum greiðslum vinnuveitanda.
6.2. Starfstími – Réttur til sjúkradagpeninga:
Á fyrst mán./1 mán. sjúkradagpeningar – Nýr félagsmaður
Eftir 2 mán./2 mán. sjúkradagpeningar
Eftir 3 mán./3 mán. sjúkradagpeningar
Eftir 4 mán./4 mán. sjúkradagpeningar
Eftir 5 mán./5 mán. sjúkradagpeningar
6.2.1. Nýr félagi sem kemur með réttindi frá fyrra stéttarfélagi
Á 1. til 6. mán. fer eftir rétti frá fyrrverandi stéttarfélagi.
Eftir það full réttindi til 9. mánaða sjúkradagpeninga. 6.2.2. Áunninn réttur til sjúkradagpeninga frá öðrum sjúkrasjóði skerðist ekki við inngöngu í stjórnendafélag. Þó að því marki sem reglugerð þessi segir til um. Sjúkradagpeningavottorð og upplýsingar um áunnin réttindi fylgi umsókn.
6.3. Sjúkradagpeningar eru ekki greiddir eigi félagsmaður rétt eða fái greiddan fullan örorkulífeyri.
6.4. Félagsmaður sem vinnur fram yfir 67 ára aldur og atvinnuveitandi greiðir áfram af til sjúkrasjóðs heldur dagpeningarétti í 3 mánuði eftir samningsbundnar greiðslur frá atvinnurekanda lýkur.
6.5. Þegar sótt er um sjúkradagpeninga skal fylgja með umsókn:
Launaseðlar, 12 mánuði aftur í tímann.
Sjúkradagpeningavottorð frá lækni.
Staðfesting vinnuveitanda að viðkomandi hafi fullnýtt veikindarétt sinn hjá vinnuveitanda.
6.6. Meðan vinnuveitandi greiðir lög og samningsbundin dagvinnulaun, greiðist töpuð yfirvinna í allt að 3 mánuði samkvæmt réttindaávinnslu, meðaltal yfirvinnu á 6 mánaða tímabili fyrir veikindi, hámark 250.819 kr. á mán. (Fylgi launabreytingum kjarasamningi STF og Fjármála-og efnahagsráðherra f.h. ríkisins (SNF), 50% af launafl, 10, 7. þrepi. ( uppfært 03.03.2023 )
6.6.1. Dagpeningagreiðslur samkvæmt réttindaávinnslu skal tryggja 80,0% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða fyrir veikindi/slys til loka réttindatímabils.
6.6.2. Heimilt er samkvæmt mati sjóðsstjórnar að greiða hluta dagpeningagreiðslu um tiltekinn tíma ef stjórnandi getur ekki stundað fulla vinnu, þó aldrei lengur en í 9. Mánuði.
6.6.3. Ýmsar sérstakar greiðslur reiknast ekki til bóta svo sem bifreiðastyrkir og annað að mati stjórnar sjúkrasjóðs.
6.7. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðmiðum launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðsstjórnar
6.8. Sjálfstætt starfandi sjóðsfélagar öðlast ekki rétt til sjúkradagpeninga fyrr en að loknum þeim veikindarétti sem þeir hefðu aflað sér sem launamenn í sama starfi.

7. GREIN. STYRKIR

Sjúkraþjálfun, endurhæfing
7.1. Sjúkraþjálfun, sjúkranudd hjá löggiltum aðila, heilsunudd hjá skráðum aðila innan FIHN, meðferð hjá kírópraktor og HL stöðinni.
Greitt er 75% af kostnaði, hámark 80.000 á 12 mánaða tímabili
Löggild greiðslukvittun verður að fylgja með umsókn.

Sálfræðingur/félagsráðgjafi
7.2. Greitt er 75% af kostnaði fyrir hvert skipti, hámark kr. 80.000, yfir 12 mánaða tímabil. Löggild greiðslukvittun verður að fylgja með umsókn.

Gleraugu, augnaðgerðir, heyrnatæki
7.3. Styrkur til kaupa á sjónglerjum/linsum, 75% af kostnaði, hámark kr. 70.000 á 3 ára fresti. 7.3.1. Styrkur til laser/augnaðgerða, 75% af kostnaði, hámark kr. 100.000 x 2, á 4 ára fresti. 7.3.2 Styrkur til kaupa heyrnatækja, 75% af kostnaði, hámark kr. 125.000 x 2, á 4 ára fresti.

Fæðingastyrkur og ættleiðing
7.4. Fæðingarstyrkur kr. 170.000 . Fæðingarvottorð, skal fylgja umsókn. Þetta gildir einnig ef um frumættleiðingu eða töku barns yngra en fimm ára í varanlegt fóstur. 7.4.1. Styrkur vegna frjósemismeðferðar, 75% af kostnaði, hámark 150.000 kr. Í allt að 4 skipti á 2ja ára fresti.

Heilsudvöl í Hveragerð o.þ.h.
7.5. Vegna endurhæfingar. Einu sinni á hverju12 mánaða tímabili á heilsustofnun innanlands, viðurkenndri af TR., 75% af kostnaði, hámark kr. 150.000.
Tilvísun frá lækni og reikningur fylgi umsókn.

Heilsustyrkir/líkamsræktarstyrkir.
7.6. Greitt er fyrir árskort eða árshlutakort í viðurkenndum líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, skíðastöðum og fleiri íþróttum sem stuðla að heilsueflingu, skv. sérstökum lista heilsusjóðs. Greitt er 75% af kostnaði, hámark kr. 35.000. á hverju 12. mánaða tímabili.Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á klippikorti eða stökum tímum.i Löggild greiðslukvittun verður að fylgja með umsókn.

Ferðastyrkur
7.7. Ferðastyrkur vegna veikinda.
Nýta verður fyrst styrk frá TR. Hafni TR greiðslu (getur sjóðsstjórn metið umsóknina út frá rökum TR).
Greitt er fyrir
40 til 100 km kr. 5.000,-
250 til til 400 km kr. 17.000,-
100 til 250 km kr. 10.000,-
400 og lengra kr. 25.000,-

(Ein ferð er ferð fram og til baka) Hámark er greitt fyrir 12 ferðir á ári. Tilvísun frá lækni eða reikningur fylgi umsókn, ásamt staðfestingu á höfnun TR.

Forvarnir/Heilsufarsskoðanir/Hjartavernd/Krabbameinsleit
7.8. Greitt er 75% af kostnaði vegna ítarlegrar heilsufarsskoðunar á 4 ára fresti, hámark kr. 36.000. „Um er að ræða ítarlega heilsufarsskoðun, hugsuð fyrir þá sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu með jafnvel lífstílsbreytingu í huga.Í þessari skoðun eru tekin líkamleg próf og andleg líðan metin.“
7.8.1. Greitt er fyrir áhættumatsskoðun hjá Hjartavernd eða sambærilegum aðila, 75% af kostnaði á 4 ára fresti, hámark kr. 25.000.
7.8.2. Reglubundin krabbameinsleit, greitt 75% af kostnaði, hámark kr. 32.000 á 24 mánaða fresti. 

8. GREIN. VEIKINDI MAKA/BARNA

8.1. Styrkur til aðhlynningar á veiku barni 18 ára og yngri eða maka, eftir að greiðslu samkvæmt samningi við vinnuveitenda lýkur. Sjúkradagpeningar í allt að 90 daga á hverju 12 mánaða tímabili. Styrkur miðast við 6. grein. Læknisvottorð og staðfesting vinnuveitanda um að launagreiðsla hafi fallið niður fylgi umsókn.
Heildargreiðslur sjúkradagpeninga til einstakra félaga geta aldrei farið yfir 9 mánuði á hverju 24 mánaða tímabili.
8.1.1. Styrkur til félagsmanns í starfi vegna mjög alvarlegra eða langvarandi veikinda og eða andláts maka eða barna innan 18 ára aldurs sem ekki hefur nýtt sér gr. 8.1. Viðkomandi getur sótt um styrk allt að 366.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.
8.1.2. Styrkur til félagsmanns í starfi vegna andláts maka eða barns innan 18 ára aldurs, allt að 300.000 kr. Við sérstakar aðstæður er sjóðsstjórn heimilt að greiða viðbótarbætur. Stjórn sjúkrasjóðs metur styrkveitingu samkvæmt vottorðum og framlögðum reikningum. 

9. GREIN. NÝR FÉLAGSMAÐUR

9.1. Nýr félagsmaður sem flytur ekki með sér réttindi úr öðrum sjóðum, öðlast réttindi eftir 6 mánaða samfelldar greiðslur.
9.2. Nýr félagsmaður sem flytur með fullan rétt úr örðum sjúkrasjóði, fær aldrei lakari rétt en félagsmaðurinn hafði áður, þó aldrei meira en reglugerð sjúkrasjóðs segir til um.
9.3 Stjórn sjúkrasjóðs er þó heimilt að leggja mat á greiðslur fyrr úr sjúkrasjóði, ef með umsókninni fylgja rökstudd gögn um greiðslur vegna sjúkradagpeninga 

10. GREIN. DÁNARBÆTUR

10.1. Við fráfall félagsmanns í starfi greiðast dánarbætur 720.000 kr, til dánarbús eða eftirlifandi maka, enda hafi viðkomandi verið sjóðsfélagi í a.m.k. 6 mánuði við andlát.
10.2.Greiða börnum eða forráðamanni barna félagsmanns, fyrir hvert barn innan 18. ára aldurs 260.000 kr
10.3. Ef félagsmaður er á sjúkradagpeningum þegar hann fellur frá, greiðast sömu dánarbætur og fyrir félagsmann í fullu starfi.

11. GREIN. ALDRAÐIR OG ÖRYRKJAR Á FÉLAGASKRÁ EFTIR STARFSLOK

11.1. Greiddur vistkostnaður félagsmanns í allt að 28 daga á hverju 24 mánaða tímabili vegna endurhæfingar á heilsustofnun innanlands viðurkenndri af TR., 75% af kostnaði, hámark kr. 150.000,-. Tilvísun frá lækni fylgi umsókn.
11.2. Við fráfall, greiddar dánarbætur til lögerfingja upphæð kr. 300.000 (sjá grein 4.3.).
11.3. Félagsmaður sem hættir störfum eftir 65 ára aldur og hefur greitt í sjúkrasjóðinn í 10 ár, heldur réttindum sínum. Enda fari hann ekki í launað starf.
Ath:Gleraugu, augnaðgerðir, heyrnatæki, sjúkraþjálfun, sjúkranudd, kírópraktor, HL stöðin, sálfræðingur, félagsfræðingur, forvarnir og ferðastyrkir sama og hjá starfandi félagsmanni. 

12. GREIN. SÖNNUN OG RÉTTUR TIL BÓTA, FÉLAGSAÐILD OG ÖNNUR ATRIÐI

12.1. Réttur til bóta/styrkja hafa þeir einir sem greitt er af stéttafélagsgjöld og samningbundnar greiðslur til sjúkrasjóðs.
12.2. Litið skal á að um framhalds umsókn sé að ræða, ef sótt er aftur um dagpeningagreiðslu vegna veikinda/slyss innan 24 mánaða frá fyrri greiðslum.
12.3. Sá sem fullnýtt hefur rétt sinn til dagpeningagreiðslna, ávinnur sér rétt til fullra bóta á 24 mánuðum.
12.4. Stjórn sjóðsins metur að öðru leyti meðferð umsókna.
12.5. Réttur til dagpeningagreiðslna og styrkja fyrnist á 3. mánuðum.
12.6. Dagpeningagreiðslur og styrkir greiðast mánaðarlega eftir á.

13. GREIN. LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ

13.1.STF gefur félögum kost á að leita ókeypis ráðgjafar (0,5 klst.) hjá lögfræðingi sambandsins, leita verður samþykkis ábyrgðamanns sjúkrasjóðs fyrir lögfræðiaðstoð, sem sér um að panta tíma. Lögfræðiaðstoðin snýr að vinnutengdum ágreiningi/vandamálum.
13.2.Styrkur að hámarki 75% af reikningi eða að hámarki kr. 500.000.- er veittur ef samþykki ábyrðamanns sjúkrasjóðs liggur fyrir, sem sér um að panta tíma hjá lögfræðingi STF. Lögfræðiaðstoðin snýr að vinnutengdum ágreiningi/vandamálum.

14. GREIN. GREIÐSLUSKYLDUR - INNHEIMTA

14.1. Þegar farsóttir geysa getur stjórn sjúkrasjóðs leyst sjóðinn frá greiðsluskyldum sínum um stundarsakir, þó ekki lengur en 6 mánuði. Stjórn sjúkrasjóðs getur einnig lækkað bætur, ef afkomu sjóðsins virðist hætta búin. Slíkt skal þó aðeins gera með samþykki stjórnar Samband stjórnendafélaga.

15. GREIN. UMSÓKN UM BÆTUR/STYRKI

15.1. Stjórn sjúkrasjóðs kemur saman mánaðarlega og afgreiðir þær umsóknir sem fyrir liggja hverju sinni. Umsóknir skulu undirritaðar af minnst tveimur stjórnarmönnum sjúkrasjóðs.
15.2.Bætur og styrkir úr Sjúkrasjóði STF greiðast mánaðarlega og skulu umsóknir berast rafrænt eða á maili til STF, ásamt nauðsynlegum gögnum fyrir 20. hvers mánaðar. Bætur/styrkir eru greiddar út síðasta virka dag hvers mánaðar. 15.3. Lögleg greiðslukvittun þarf að fylgja og má ekki vera eldri en 6 mánaða gömul. Greiðslukvittun verður að vera með stimpli og kennitölu viðkomandi fyrirtækis og nafni og kennitölu félagsmannsins.
15.4.Sjúkrasjóður greiðir fyrir umbeðin sjúkradagpeningavottorð, ef kvittun fylgir með.
15.5. Umsækjanda er skylt að greina frá launatekjum, greiðslum tryggingarfélags og Tryggingastofnunar. Rangar upplýsingar geta valdið missi bótaréttar hjá sjúkrasjóði. Umsækjandi veitir með undirskrift sinni á umsóknarblaði sjúkrasjóði heimild til að afla frekari gagna er varðar umsóknina, s.s. upplýsingar um staðgreiðslu skatta, upplýsingar um reiknað endurgjald og/eða staðgreiðsluskrá frá RSK, upplýsingar um greiðslur frá TR og/eða öðrum stofnunum sbr. lög um meðferð persónuupplýsinga. Ennfremur veitir umsækjandi trúnaðarlækni sjúkrasjóðsins heimild til að yfirfara læknisvottorð og önnur gögn er tengjast umsókninni.

16. GREIN. IÐGJALDAGREIÐSLUR

16.1. Óheimilt er að skapa sér rétt til bóta með greiðslu iðgjalda aftur í tímann (sbr. 5.2 gr reglugerðar sjúkrasjóðs). Ef verulegar breytingar verða á greiddum iðgjöldum skömmu fyrir umsókn um styrkveitingu úr sjóðnum frá einyrkja eða fjölskyldumeðlimi rekstraraðila smærri fyrirtækja, er heimilt að stöðva greiðslu, ákveða annað viðmiðunartímabil til ákvörðunar bótafjárhæðar og að krefjast frekari gagna frá opinberum aðilum.
Sama gildir um iðgjaldagreiðslur aftur í tímann og ef aðilar með sömu stöðu einyrkja hafa nýlega gengið í félagið.

17. GREIN. REKSTRARKOSTNAÐUR

17.1. Allan kostnað vegna rekstrar sjóðsins greiði hann sjálfur. Laun stjórnar skal ákveða á stjórnarfundi STF.

18. GREIN. STJÓRN SJÓÐSINS

18.1. Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum (þar af skal einn stjórnarmaður koma úr stjórn STF) og 2 til vara, sem kosnir eru til tveggja ára í senn.
18.2. Stjórn STF velur menn í stjórn sjóðsins til 2 ára.
18.3. Gjaldkeri STF, skal vera formaður sjúkrasjóðs.
18.4. Skoðunarmenn reikninga fyrir STF, endurskoða reikninga sjóðsins.
18.5. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. 

19. GREIN. VARÐVEILSA EIGNA

19.1. Stjórn STF og sjúkrasjóðs varðveita eignir sjóðsins.
19.2. Sjóðstjórninni er heimilt að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðbréfum, tryggðum með öruggu fasteignaveði, ríkisskuldabréfum eða á annan arðvænlegan hátt.
19.3. Ávallt skal þess gætt að ráðstöfun á fé sjóðsins brjóti eigi í bága við tilgang hans og verkefni

20. GREIN. UM BREYTINGAR Á REGLUGERÐ

20.1. Reglugerð þessari má breyta á löglega boðuðum stjórnarfundi STF.
20.2. Leggi stjórnarmaður(menn) fram tillögu á löglega boðuðum stjórnarfundi STF þá verður stjórn sjúkrasjóðs falið að kostnaðarmeta breytingartillögurnar. Stjórn STF getur eftir kostnaðarmat þá fyrst samþykkt breytingartillöguna, en til þess þarf ¾ hluta atkvæða fundarmanna. 

21. GREIN. HÖFUÐSTÓLL

21.1. Eignir sjóðsins skulu aldrei vera lægri en fjórfalt fasteignaverðmæti húseigna sjóðsins. Þá upphæð má sjúkrasjóðsstjórnin ekki skerða nema með samþykki stjórnar STF Samband stjórnendafélaga.

22. GREIN. DAGLEGUR REKSTUR - HÚSNÆÐI

22.1. Almenn stjórnun afgreiðsla og bókhald skal vera á skrifstofu STF.

23. GREIN. GILDISTAKA

Upphafleg reglugerð samþykkt 1. mars 1974 af stjórn VSSÍ, en endanlega samþykkt á þingi VSSÍ 6. júlí 1975.
Gildistímar breytinga á reglugerð.
01.01 1980, 26.06 1983, 01.07 1985, 01.07 1987, 01.07 1989, 01.07.1991, 01.07.1993, 01.07 1995, 01.06 1997, 01.06 1999, 01.06 2001,01.06.2003, 01.06.2005. 02.06. 2007. 06.06.2009. 01.06.2010. 04.06.2011. 01.06.2013. 01.06.2015.01.01.2017.01.06.2018. 15.07.2019, 22.07.2020. 15.09.2020. 20.11.2020.8.1; 01.01.2024
Endurskoðað samkv. Samtökum atv. 01.05.2015. 01.01.2016, 29.08.2016, 01.05.2017, 01.05.2018. 10.05.2019 Endurskoðað af Jóni hjáSókn lögmannstofu 13.12.2023.