SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Starfsendurhæfing

STF er í samstarfi við VIRK varðandi starfsendurhæfingu.

starfsendur
Sjúkrasjóður

VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Samband stjórnendafélaga er aðili að Virk Starfsendurhæfingarsjóði. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs miðar að því að ná heildarsýn yfir möguleika einstaklinga til starfsendurhæfingar þegar litið er til heilsu, félagslegs umhverfis, reynslu viðhorfa og væntinga. Það er mikilvægt að beina sjónum að því að virðing sé borin fyrir hverjum einstaklingi og að trú hans á eigin getu sé markvisst efld. Hjá Starfsendurhæfingarsjóði er farið með allar upplýsingar um einstaklinga sem trúnaðarmál og í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd. Strangar öryggisreglur gilda um öll vinnuferli, upplýsingaöflun, meðhöndlun og vistun gagna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Virk Starfsendurhæfingarsjóðs www.virk.is eða með því að hafa samband við skrifstofu STF.