STF logo
HeimSTF logo

Um okkur

STF logo

Um okkur

Sunnudaginn 10. apríl árið 1938 var stofnfundur Verkstjórasamband Íslands haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík. Stofnfélagar voru 44 talsins. Nú 86 árum seinna eru félagsmenn um 4.200 um land allt. 20. maí 2017 var nafni Verkstjórasamband Íslands breytt og heitir nú STF-Samband Stjórnendafélaga sem er til húsa að Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi og er skrifstofan opin frá 8:00 til 16:00 alla virka daga nema á föstudögum þá er opið til 15:00. Símatími á skrifstofu er frá kl. 09:00 – 15:00 alla virka daga nema föstudaga til kl. 14:00

Okkar starfsfólk

Bjarni Þór Gústafsson

Bjarni Þór Gústafsson

Forseti - Mennta og kynningarfulltrúi

Netfang: [email protected]Sími : 553-0220Gsm : 770-1400
Jóhanna Margrét

Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir

Innheimtufulltrúi

Netfang: [email protected]Sími : 553-5040
Margrét Lilja

Margrét Lilja Magnúsdóttir

Sjúkrasjóðsfulltrúi

Netfang: [email protected]Sími : 553-5040

Stjórn STF

Bjarni Þór Gústafsson

Sveinn Guðjónsson

Viðar Þór Ástvaldsson

Rögnvaldur Örn Snorrason

Einar Óskarsson

Þórmar Viggosson

Hreiðar Örn Zoega Stefánsson

Ásmundur Baldvinsson

Kristján Sveinsson

Benedikt Jóhannsson

Kjartan Salómonsson

Hlutverk STF

STF-Samband Stjórnendafélaga eru félaga- og hagsmunasamtök verkstjóra og milli stjórnenda sem fer með samningsrétt verkstjóra- og stjórnendafélaganna. Í starfsemi STF er fólgin þjónusta fyrir öll 7 aðildarfélögin. Árið 1974 var sjúkrasjóður verkstjóra stofnaður og í dag er hann þriðji öflugasti sjúkrasjóður landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verk- og millistjórnenda í veikinda og slysatilfellum og býður sjóðurinn félagsmönnum í mörgum tilfellum meiri réttindi en sambærilegir sjóðir annarra félaga.

Þjónusta

Þjónusta Sambands stjórnendafélaga felst meðal annars í því að sambandið heldur utan um allar þær greiðslur sem koma frá atvinnurekendum. Skrifstofan heldur utan um allar skilagreinar, kjarasamninga, tekur á móti umsóknum í sjúkrasjóð og endurmenntunarsjóð ásamt því að afgreiða þær samkvæmt reglugerðum Sambandsins.

Styrkir

Menntunarsjóður Samband stjórnendafélaga og SA veitir styrki til náms- og starfs endurmenntunar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja verk- og millistjórnendur innan STF til endurmenntunar og gera þau hæfari til stjórnarstarfa. Styrkir eru veittir til náms á framhalds- og háskólastigi ásamt því að hver félagsmaður hefur rétt á tómstundastyrk einu sinni á 12 mánaða tímabili. Sambandið leggur áherslu á að stjórnunarmenntun, ásamt því að styrkja fræðslustjóra að láni og innri fræðslu.

kommur

Stjórnendafélagið mætir öllum mínum þörfum, þau eru með sterkan sjúkrasjóð, veita góða heilsustyrki og frábæran menntasjóð, gott úrval af námi sem nýtist í starfi.

Heiða Björk Sigurðardóttir

Bókhald og innheimta hjá Ferro Zink hf.