Spurt og svarað
Hérna eru allar algengustu spurningar og svör sem við höfum. Einnig bendum við á að nota leitarstikuna efst í hægra horninu til að finna það sem þú leitar að. Ef aðrar spurningar vakna geturðu haft samband við okkur í tölvupósti á netfangið: stf@stf.is eða í síma 553-5040 á virkum dögum frá 09:00 – 15:00.

Spurt & svarað
Menntasjóður
Hvar sæki ég um menntastyrki sem einstaklingur?
Þú sækir um inn á „mínar síður“ á stf.is
Hvar sæki ég um menntastyrki fyrir fyrirtæki?
Hægt er að sækja um menntastyrki fyrir starfsmenn inn á attin.is
Hver er hámarks menntastyrkur einstaklings/fyrirtækis?
Hámarks styrkur til endurmenntunar eða starfsnáms er 150.000- kr á ári. Hægt er að gera sérstakan samning um dýrt nám til 3 ára. Styrkur getur þá numið 450.000- kr en styrkhafi á þá ekki rétt á námsstyrk næstu 3 ár.
Hvar sé ég hvaða styrki ég á rétt á?
Þú sérð það inn á „mínar síður“ á stf.is. Þú velur „Styrkir“ flipann. Þar getur þú séð umsóknarsögu þína og hvaða heimildir þú átt.
Spurt & svarað
Stjórnendanám STF
Hvað er stjórnendanám STF?
Stjórnendanám STF er nám á háskólastigi fyrir stjórnendur eða þá sem hafa hug á því að verða stjórnendur í framtíðinni. Símenntun Háskólans á Akureyri sér um kennsluna og er námið 5 lotur. Sjá nánar hér.
Hvað kostar stjórnendanámið STF?
Hver lota kostar 210.000-kr en gefinn er snemmskráningarafsláttur þegar skráning hefst.
Er námið niðurgreitt?
Hægt er að sækja um styrki hjá Menntasjóði hjá félagsmönnum STF. Nemendur sem ekki eru félagar í stjórnendafélagi geta sótt um styrk hjá sínu stéttarfélagi. Niðurgreiðslan getur numið 80% af kostnaði námsins.
Hver eru inntökuskilyrðin?
Í stjórnendanám STF eru engin inntökuskilyrði.
Hvar fer kennslan fram?
Stjórnendanámið er 100% fjarnám og hentar því öllum óháð staðsetningu.
Spurt & svarað
Kaup og kjör
Hvar sé ég hvernig er best að hátta fjármálum við starfslok?
Hægt er að fara inn á reikningvél Tryggingastofnunar hér.
Við mælum með fyrirlestrum hjá Íslandsbanka um Fjármál við starfslok.
Til hvers gerum við launakannanir?
Reglulega gerum við launakannanir til að fylgjast með launaþróun félagsmanna og til að sjá hvernig félagsfólk STF stendur gagnvart öðrum félögum.
Geta allir sótt um lögfræðiaðstoð?
Allir geta sótt um aðstoð lögfræðings STF en STF metur hvort viðkomandi mál fellur undir skilyrði lögfræðiaðstoðar.
Hvaða mál get ég sótt aðstoð lögfræðings STF?
Við aðstoðum félagsmenn með mál tengd vinnuréttarmálum eða vinnuskilyrðum.
Hvað þarf ég að vita um ráðningarsamninga?
Ráðningarsamningur er mjög mikilvægur fyrir launþega og atvinnurekendur. Því skiptir höfuðmáli að lesa vel yfir ráðningarsamning áður en skrifað er undir. Sértu í vafa um atriði í ráðningarsamningi er betra að leita ráðlegginga hjá STF áður en skrifað er undir. Einnig er hægt að nálgast drög að ráðningarsamningi hér á síðunni.
Hvað þarf að hafa í huga varðandi ráðningarsamninga?
Hafa skal í huga að skrifa ekki undir neitt sem gæti orðið ágreiningsefni í framtíðinni.
Fá allir vinnutímastyttingu?
Allir kláraðir samningar kveða á um vinnutímastyttingu.
Hvernig fæ ég styttinguna?
Allir samningar ganga út á að starfsmaður og atvinnurekandi finni hentuga lausn á útfærslu styttingar. Því þarf að eiga sér stað samtal við vinnuveitanda um hvernig vinnutímastyttingu skuli háttað. Það getur verið mjög mismunandi á milli vinnustaða hvernig hægt er að útfæra styttinguna.
Hvernig er útfærslan á vinnutímastyttingu á mínum vinnustað?
Hægt er að biðja um fund með vinnuveitanda um útfærslu vinnutímastyttingar á hverjum vinnustað fyrir sig. Hægt er að styðjast við glærur frá SA þar sem bent er á nokkrar útfærslur á styttingu.
Spurt & svarað
Sjúkrasjóður
Hvar sæki ég um styrki í sjúkrasjóð?
Þú getur sótt um styrki í sjúkrasjóð inn á „mínar síður“ á stf.is.
Hvar sé ég hvaða styrkjum ég á rétt á?
Inn á „mínar síður“ getur þú séð hvaða styrki þú átt rétt á og séð umsóknarsögu þína. Þar getur þú líka séð hvaða heimildir þú hefur nýtt og hvaða heimildir þú hefur rétt á.
Hvar sé ég hvaða réttindi ég á?
Hægt er að lesa Reglugerð sjúkrasjóðs til að sjá hver skilyrði fyrir styrkveitingum eru. Einnig er hægt að sjá lista yfir styrki inn á „mínar síður“ á stf.is
Hvaða réttindi á ég til sjúkradagpeninga?
Félagsmaður sem greitt hefur í sjúkrasjóð STF í 6 mánuði hefur öðlast full réttindi til greiðslu sjúkradagpeninga.
Hvenær hefjast greiðslur sjúkradagpeninga?
Eftir 3 mánuði hefjast greiðslur úr sjúkrasjóði STF. Fyrstu 3 mánuðirnir eru greiddir af vinnuveitanda hafi starfsmaður öðlast fullan veikindarétt í starfi. Sjúkrasjóður STF greiðir svo næstu 9 mánuði sem nemur 80% af meðallaunum síðustu 12 mánuði félagsmanns. Þegar félagsmaður er búinn að vera heilt ár frá vinnu tekur Tryggingastofnun ríkisins við greiðslu sjúkradagpeninga.
Ef félagsmaður er verktaki?
Starfi félagsmaður sem verktaki þá fær hann sjúkradagpening að 3 mánuðum liðnum frá því að veikindi hefjast. Verktakinn sjálfur ber ábyrgð fyrirtækis fyrstu 3 mánuðina og verður að standa straum af eigin veikindagreiðslum sem nemur 3 mánuðum. Eftir fyrstu 3 mánuðina hefjast greiðslur úr sjúkrasjóði STF.
Hvernig sæki ég um sjúkraíbúðina?
Þeir sem þurfa á sjúkraíbúð að halda þurfa að hafa samband við skrifstofu STF og bóka íbúð. Hægt er að hafa samband við skrifstofu alla virka daga frá 09:00 – 15:00 í síma: 553-5040.
Hverjir eiga rétt á að dvelja í sjúkraíbúðinni?
Félagsmenn eiga rétt á dvöl í sjúkraíbúð vegna veikinda sín eigin eða vegna veikindi maka eða barna upp að 18 ára aldri. Sýna þarf fram á læknisvottorð vegna veikinda.
Netfang
Opnunartími
Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 08:00 og 16:00, nema á föstudögum þá lokar klukkan 15:00.
Copyright Ⓒ STF. All rights reserved.