SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Opnað hefur verið fyrir sumarúthlutun orlofshúsa 2024

stf orlofshus 2024 uthlutun

Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa hefst þann 28. febrúar og stendur til 11. mars. Á þeim tíma geta félagsmenn sótt um orlofshús í eigu hjá sínu aðildarfélagi.

Sumarleiga orlofshúsa er frá miðvikudegi frá kl 16:00 til miðvikudags kl 12:00 á tímabilinu 29. maí til 11.september 2024.

Sækja um á 👉 Orlofsvefnum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun.

Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi fá póst með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til og með 13. mars.