SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Sumarúthlutun hefst 15. mars

koushik chowdavarapu jt8iwaaxpqk unsplash

Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa , hefst þann 15. mars og stendur til 28. mars. Á þeim tíma er geta félagsmenn sótt um orlofshús  í eigu hjá sínu aðildarfélagi.

Sumarleiga orlofshúsa er frá föstudegi, kl. 16:00 til föstudags, kl. 12:00, á tímabilinu 2. júní til 15. september 2023.

Sótt er um á Orlofsvefum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun.

Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til miðnættis 4. apríl.

Þeir sem ekki fá úthlutað, fá tækifæri til að sækja um lausar vikur, á tímabilinu 5. apríl kl. 12.00 – 11. apríl. Greiða þarf við bókun.

Þann 19. apríl kl. 12.00 verða allar óseldar og ógreiddar vikur í sumar, settar í opna sölu inn á Orlofsvefinn Frímann og geta þá allir félagar í öllum aðildarfélögunum sótt um orlofshús og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Búið er að opna fyrir allar orlofsíbúðir í Reykjavík í sumar og þar gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.