Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurlands
- mars 14, 2023

Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurlands verður haldinn mánudaginn 20 mars á Hótel Selfossi kl. 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Sameining félaga Linda Björk Hilmarsdóttir PCC Markþjálfi / PCC Coach – Erindi : Sá sem stefnir ekkert, fer þangað. Fulltrúar frá Sambandi stjórnendafélaga mæta á fundinn Matur í boði félagsins í upphafi fundar. |
Frekari upplýsingar um erindið Sá sem stefnir ekkert, fer þangað. Hvernig eflum við einstaklinginn til þess að hann geri sitt allra besta alla daga ? Linda mun fara yfir leiðir til þess að horfa fram á við og hvernig gera megi markmiðin okkar enn skilvirkari. Hún mun fara yfir mikilvægi þess að auka sálrænt öryggi á vinnustað.Einnig verður skoðað hvað leiðtoginn þarf að hafa í huga til að veita fólki innblástur og efla það í starfi. Er rými á vinnustaðnum til að stækka ? Linda Björk Hilmarsdóttir PCC vottaður markþjálfi, búsett á Selfossi. Hún er eigandi af fyrirtækinu Brava sem býður upp á einstaklings og hóp markþjálfun sem og NBI -huggreingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Linda er einnig kennari í markþjálfun og stundakennari í starfsendurhæfingu. |
Netfang
Opnunartími
Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 08:00 og 16:00, nema á föstudögum þá lokar klukkan 15:00.
Copyright Ⓒ STF. All rights reserved.