SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Bjarni Þór Gústafsson nýr mennta- og kynningarfulltrúi STF

Bjarni Þór Gústafsson mennta- og kynningarfulltrúi og forseti STF

Bjarni Þór Gústafsson hefur verið ráðinn í starf mennta- og kynningarfulltrúa hjá STF.

Bjarni Þór er málarameistari að mennt og hefur rekið sitt eigið fyrirtæki í vel á annan áratug. Bjarni Þór hefur mikla reynslu af störfum að félagsmálum og hefur gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög. Bjarni Þór er einnig forseti STF en hann var kjörinn forseti sambandsins á 40. Þingi STF sem haldið var á Húsavík í maí sl.