Launareiknivél STF komin á heimasíðuna
- apríl 5, 2023

Launareiknivél STF er nú komin á heimasíðuna. Tilgangur reiknivélarinnar er að gefa félagsmönnum aðgang að áætluðum heildarmeðallaunum sem eru byggð á niðurstöðum launakönnunar STF. Könnunin var framkvæmd frá 14. nóvember 2022 til 15. janúar 2023.
Reiknivélin er gagnvirk og gefur notendum færi á að nálgast upplýsingar sem byggja á niðurstöðum aðhvarfsgreiningar um áhrif þátta eins og kyns, aldurs og fjölda ára á vinnumarkaði á heildarlaun félagsmanna STF.
Með reiknivélinni er hægt að sjá á einfaldan og fljótlegan hátt áætluð heildarmeðallaun svarenda fyrir allar mögulegar samsetningar á bakgrunnsbreytum.
Launareiknivél STF – STFhttps://stf.is/kaup-og-kjor/launareiknivel-stf/
Netfang
Opnunartími
Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 08:00 og 16:00, nema á föstudögum þá lokar klukkan 15:00.
Copyright Ⓒ STF. All rights reserved.