SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Samið við Reykjavíkurborg

handshake

Skrifað var undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Reykjavíkurborgar og STF, í dag. Samkomulagið er í takt við aðra samninga sem Reykjavíkurborg hefur gert. Kynning á samkomulaginu verður send til þeirra sem á kjörskrá eru og hefst atkvæðagreiðsla um samninginn, kl. 12:00 föstudaginn 19. maí.

Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram í gegnum “mínar síður“ á heimasíðu STF. Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12:00 fimmtudaginn 25. maí.