SAMBAND STJÓRNENDAFÉLAGA

Stjórnendanámið

stjornendanam

Stjórnendanámið hefur fest sig í sessi sem gæðanám fyrir stjórnendur. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist á undanförnum árum. Við höfum ávallt haft að leiðarljósi að námið sé í fremstu röð hvað varðar námstök og gæði kennslu. Undanfarið hefur verið tekið til í náms uppsetningu og námið er reglulega uppfært. Við höfum bæði endurskipulagt efnistök og kennsluáætlun ásamt því að ráða til okkar nýja kennara. Til að mynda réðum við Stefán Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Vodafone til að kenna stefnumótunaráfanga. Nemendur eru sammála um að það hafi verið mikill fengur að fá hann inn í kennaraliðið og gefa honum hæstu einkunn fyrir sín efnistök.
Sem fyrr segir erum við endalaust að vakta gæði námsins svo það fylgi vinnumarkaðnum. Kynningarfulltrúi STF tók símtöl á nokkur fyrirtæki nú fyrr í mánuðinum til að vekja athygli á náminu og tóku mannauðsstjórar fyrirtækjanna vel í það og verður boðið uppá nánari kynningu eftir því sem samkomutakmarkanir slakna. Annars verður reynt að hafa rafræna kynningu ef ekki verður hægt að mæta í eigin persónu.

Við hvetjum alla sem vilja kynna sér námið okkar að kíkja inn á stjornendanam.is